Menning

Jón fékk pening

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur

Árleg úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins var á gamlársdag og fékk Jón Kalman Stefánsson hana að þessu sinni. Jón hlaut sem kunnugt er íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu enda er hann margra verðlauna maklegur: Jón hóf feril sinn sem ljóðskáld en hefur um langt árabil stundað sagnabúskap og sent frá sér fjölda eftirminnilegra sagna.

Að vanda gafst þeganum tækifæri til að segja nokkur orð og kaus Jón að gera við athöfnina það að meginmáli sínu að gagnrýna lágar styrkveitingar íslenska ríkisins til erlendra háskóla sem reka íslenskuskorir fyrir námsmenn sína. Menntun erlendra manna í íslensku er sem kunnugt er mikilvægt tæki til að tryggja viðgang íslenskra bókmennta á erlendum vettvangi.

Verðlaunin eru peningaupphæð sem fengin er úr höfundarlaunum á íslensku efni í Ríkisútvarpinu hljóðvarpi. Þetta árið námu þau 600 þúsund krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.