Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa ýmist ákveðið að gera bækur sínar upp í evrum eða íhuga að gera slíkt.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, sagði á opnum fundi viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands í síðustu viku að fyrirtækið hefði ætlað að gera upp í evrum frá og með þessu ári.
Stefnt hefði verið að því í fyrra en umsókn um slíkt þarf að leggja inn til Ársreikningaskrár í nóvember ár hvert, tveimur mánuðum fyrir upphaf viðkomandi reikningsárs. Var því ákvörðuninni frestað fram á þetta ár. Skal stjórnendum fyrirtækja sem hyggja á uppgjör í evrum bent á að huga að breytingunni fyrr en seinna.