Fyrsta sólóplatan í átta ár 25. janúar 2007 05:15 Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson er með tvær plötur í bígerð. Önnur verður fyrsta sólóplata hans í átta ár. „Hún kemur vonandi í sumar, en kannski í haust. Ég ætla að klára X-factor í friði og sé bara til," sagði hann. Plötuna segir Páll Óskar stefna í að verða útúrgeggjaða teknóplötu. „Það var nú ekki ætlunin, en lögin eru að fara í þá áttina. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra þetta, það sem komið er hljómar mjög vel í mínum eyrum," sagði hann. Páll Óskar og Monika Abendroth undirbúa einnig frekari útgáfu, en samstarf þeirra hingað til hefur reynst afar farsælt. „Við erum að safna lögum. En ég ætla að koma þessari dansplötu frá mér sem fyrst," sagði Páll Óskar. Þó að X-factor eigi hug hans mestallan getur ekkert hamlað því að Páll Óskar komist í Eurovision-gírinn. „Það gerist nú bara sjálfkrafa," sagði hann kátur. „Ég er einmitt búinn að taka að mér að vera með eftirpartí á Nasa eftir íslensku keppnina 17. febrúar," sagði Páll Óskar, sem ætlar þó jafnframt að halda hið árlega Eurovisionpartí sitt. „Við erum búin að fá hinn rúmenska Mihai, sem söng Tornero, til landsins. Hann mun troða upp í úrslitakeppninni á RÚV og svo hleypur hann bara beint yfir á Nasa í partíið mitt," sagði Páll Óskar, sem sér sjálfur um skífuþeytingar og treður upp. „Þetta verður alveg geggjað," sagði hann kampakátur.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira