Eiður markalaus í 455 mínútur 31. janúar 2007 00:01 Eiður Smári Guðjohnen sést hér fagna síðasta marki sínu fyrir Barcelona, 14. desember síðastliðinn AFP Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira