Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið 28. september 2007 11:00 Snorri Kristjánsson, Vefritstjóri Iceland Express Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair. Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair.
Tækni Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira