Dýrasta bókin 7. febrúar 2007 09:45 Peningahrúga Ritverk sem kallað hefur verið dýrasta bók í heimi er nú til sýnis í Þýskalandi. Vefritið Deutsche Welle greinir frá því að bók þessi sé svo viðkvæm að almenningi gefst aðeins kostur á að sjá hana í sex vikur á ári. Bókin er frá 12. öld og geymir guðspjöllin fjögur í myndskreyttri og gullflúraðri útgáfu á 226 síðum. Ritið er kennt við prinsinn Hinrik sem ríkti í Saxlandi og Bæjaralandi á sínum tíma en hann lét gera bók þessa í kringum árið 1188 þegar nýtt altari – helgað Maríu mey – var afhjúpað í dómkirkjunni í Braunschweig. Bókin var seld fyrir 16 milljónir evra á uppboði hjá Sotheby’s í London árið 1983 en þá hafði þýska ríkið ásamt ráðamönnum í Saxlandi og Bæjaralandi lagt á ráðin ásamt fleirum um að koma ritinu aftur til ættjarðarinnar. Enginn veit þó hver fékk þessar sextán milljónir en saga þessa gullinslegna guðræknirits er skrautleg mjög. Bókin hefur meðal annars ferðast til Prag og Hannover, haft viðkomu í Austurríki og eftir síðari heimsstyrjöld var reynt að selja hana sjálfum Englandskonungi en hann hafði ekki áhuga. Gersemin er nú varðveitt í Herzog August bókasafninu í Wolfen-büttel, skammt frá borginni Braunschweig í neðra Saxlandi. Hún verður til sýnis fram að 18. mars. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ritverk sem kallað hefur verið dýrasta bók í heimi er nú til sýnis í Þýskalandi. Vefritið Deutsche Welle greinir frá því að bók þessi sé svo viðkvæm að almenningi gefst aðeins kostur á að sjá hana í sex vikur á ári. Bókin er frá 12. öld og geymir guðspjöllin fjögur í myndskreyttri og gullflúraðri útgáfu á 226 síðum. Ritið er kennt við prinsinn Hinrik sem ríkti í Saxlandi og Bæjaralandi á sínum tíma en hann lét gera bók þessa í kringum árið 1188 þegar nýtt altari – helgað Maríu mey – var afhjúpað í dómkirkjunni í Braunschweig. Bókin var seld fyrir 16 milljónir evra á uppboði hjá Sotheby’s í London árið 1983 en þá hafði þýska ríkið ásamt ráðamönnum í Saxlandi og Bæjaralandi lagt á ráðin ásamt fleirum um að koma ritinu aftur til ættjarðarinnar. Enginn veit þó hver fékk þessar sextán milljónir en saga þessa gullinslegna guðræknirits er skrautleg mjög. Bókin hefur meðal annars ferðast til Prag og Hannover, haft viðkomu í Austurríki og eftir síðari heimsstyrjöld var reynt að selja hana sjálfum Englandskonungi en hann hafði ekki áhuga. Gersemin er nú varðveitt í Herzog August bókasafninu í Wolfen-büttel, skammt frá borginni Braunschweig í neðra Saxlandi. Hún verður til sýnis fram að 18. mars.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira