Menning

Gæðastrætis minnst

Minningar um Mackintosh. Sýning Kristínar Helgu Káradóttur kitlar skilningarvitin.
Minningar um Mackintosh. Sýning Kristínar Helgu Káradóttur kitlar skilningarvitin.

Margir Íslendingar eiga góðar minningar um molana úr Gæðastræti en það skrjáfandi góðgæti kenna flestir við Mackintosh.

Í dag opnar myndlistarkonan Kristín Helga Káradóttir sýningu í GalleriBOX á Akureyri sem nefnist „At Quality Street“ eða „Við Gæðagötu“ en þar ber ýmislegt á góma, ásamt því að minna á Mackintosh-hefð okkar Íslendinga er jafnframt skyggnst inn í heim barna í Afríku þar sem listakonan var við störf, hvítklæddur trúður leikur listir sínar með gamlar Mackintosh-dósir og kunnugleg fröken hringsnýst við tónlist eftir Bjarna Guðmann Jónsson. Sýningin felur í sér fortíðarþrá en einnig brennandi spurningu um gæði og fáránleika tilverunnar.

Sýningin er opin um helgar frá 14-17 og stendur til 3. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×