Menning

Cosmosis - Cosmobile

Fjölbreytt samstarfsverkefni.
Listheimar bræddir í eina heild á Skólavörðustígnum.
Fjölbreytt samstarfsverkefni. Listheimar bræddir í eina heild á Skólavörðustígnum.

Í dag verður Sjónlistaþing á Skólavörðustígnum þar sýna og skýra myndlistarmennirnir Bjarni H. Þórarinsson, Ómar Stefánsson og Guðmundur Oddur Magnússon samstarfsverkefnið Cosmosis - Cosmobile í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5.

Samstarf þeirra þriggja hefur staðið um nokkurt skeið, í þrjú ár hafa þeir lagt krafta sína saman. Um er að ræða hluta af samstarfsverkefni þar sem Guðmundur Oddur bræðir saman á sinn hátt myndheima þessara tveggja listamanna.

Þetta er sölusýning og stendur sýningin til 28. febrúar. Listhús Ófeigs er opið frá kl. 10 til kl. 18 virka daga og frá kl. 11-16 laugardaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×