Kjaftshögg fyrir þjóðina 11. febrúar 2007 12:00 Stefán Unnsteinsson skrifaði ævi Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum og þar komu fram opinskáar lýsingar á harðræðinu á Breiðavík. Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. „Þessar sögur koma mér ekki á óvart,“ segir Stefán Unnsteinsson sem skrifaði ævisögu Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum. Bókin hét Stattu þig drengur og vakti hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar greinir Sævar frá dvöl sinni á Breiðavík og eru lýsingar hans í samræmi við það sem þjóðin hefur lesið og séð í bæði DV og Kastljósinu. Jóhann Páll Var nánast afskrifaður sem útgefandinn eftir að bókin kom út. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf bókina út á sínum tíma, að hann hafi hreinlega verið afskrifaður í þessu fagi á þessum tíma. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ segir Jóhann Páll. Hann segir það ekki vera á teikniborðinu að endurútgefa bókina í ljósi nýrra upplýsinga. „Þetta yrði að vera alveg ný bók,“ segir hann. „Þetta var allt saman of sárt fyrir íslenskt samfélag á þessum tíma og það vildi einfaldlega ekki horfast í augu við þetta,“ bætir Stefán við. „Það jákvæða við þessar uppljóstranir er kannski að íslenska þjóðin er komin á það þroskastig að hún getur tekist á við þetta núna,“ segir Stefán og telur þetta vera ákveðið kjaftshögg fyrir Íslendinga. Við vinnslu bókarinnar ræddi Stefán við fjölda vina Sævars sem margir hverjir sátu af sér inná Litla Hrauni. „Og allar þeirra sögur beindust að sama brunni, Breiðavík,“ útskýrir höfundurinn. Sjálfur starfaði Stefán á heimilinu eftir að því var breytt árið 1973 og hann hafði því heyrt hluta af því sem þegar er komið fram. „Sævar fyllti í raun bara útí þá mynd sem ég hafði gert mér þótt sú mynd hafi aldrei verið svona dökk eins og nú hefur verið sýnt fram á,“ segir Stefán sem veltir því alvarlega fyrir sér hvort Breiðavíkur-málið eigi eftir að leiða til þess að Geirfinns-málið verði tekið aftur upp. „Þar voru líka ákveðin mistök gerð og það eru til ótal vitni sem eru reiðubúin að varpa réttu ljósi á málið.“ Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Breiðavíkur-málið á hug þjóðarinnar um þessar mundir. Fyrir þrjátíu árum kom út bók sem varpaði einstöku ljósi á dvölina þar en var stungið undir stól af þjóðinni. „Þessar sögur koma mér ekki á óvart,“ segir Stefán Unnsteinsson sem skrifaði ævisögu Sævars Ciesielski fyrir tæpum þrjátíu árum. Bókin hét Stattu þig drengur og vakti hörð viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar greinir Sævar frá dvöl sinni á Breiðavík og eru lýsingar hans í samræmi við það sem þjóðin hefur lesið og séð í bæði DV og Kastljósinu. Jóhann Páll Var nánast afskrifaður sem útgefandinn eftir að bókin kom út. Bókinni var úthýst af almenningi og segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem gaf bókina út á sínum tíma, að hann hafi hreinlega verið afskrifaður í þessu fagi á þessum tíma. „Ég fann fyrir alveg gríðarlegri andúð og varð fyrir miklum árásum vegna hennar,“ segir Jóhann Páll. Hann segir það ekki vera á teikniborðinu að endurútgefa bókina í ljósi nýrra upplýsinga. „Þetta yrði að vera alveg ný bók,“ segir hann. „Þetta var allt saman of sárt fyrir íslenskt samfélag á þessum tíma og það vildi einfaldlega ekki horfast í augu við þetta,“ bætir Stefán við. „Það jákvæða við þessar uppljóstranir er kannski að íslenska þjóðin er komin á það þroskastig að hún getur tekist á við þetta núna,“ segir Stefán og telur þetta vera ákveðið kjaftshögg fyrir Íslendinga. Við vinnslu bókarinnar ræddi Stefán við fjölda vina Sævars sem margir hverjir sátu af sér inná Litla Hrauni. „Og allar þeirra sögur beindust að sama brunni, Breiðavík,“ útskýrir höfundurinn. Sjálfur starfaði Stefán á heimilinu eftir að því var breytt árið 1973 og hann hafði því heyrt hluta af því sem þegar er komið fram. „Sævar fyllti í raun bara útí þá mynd sem ég hafði gert mér þótt sú mynd hafi aldrei verið svona dökk eins og nú hefur verið sýnt fram á,“ segir Stefán sem veltir því alvarlega fyrir sér hvort Breiðavíkur-málið eigi eftir að leiða til þess að Geirfinns-málið verði tekið aftur upp. „Þar voru líka ákveðin mistök gerð og það eru til ótal vitni sem eru reiðubúin að varpa réttu ljósi á málið.“
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira