Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild 14. febrúar 2007 00:01 Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira