Lady Sovereign - þrjár stjörnur 20. febrúar 2007 09:45 Frumsmíð dvergvöxnu ensku rappstelpunnar sem Jay-Z féll fyrir er fersk og skemmtileg þó að lögin séu misjöfn að gæðum. Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðnum sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sambland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýrum. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Officially the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðnum sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sambland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýrum. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Officially the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira