Lady Sovereign - þrjár stjörnur 20. febrúar 2007 09:45 Frumsmíð dvergvöxnu ensku rappstelpunnar sem Jay-Z féll fyrir er fersk og skemmtileg þó að lögin séu misjöfn að gæðum. Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðnum sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sambland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýrum. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Officially the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Lady Sovereign heitir réttu nafni Louise Harman og ólst upp í alræmdu fátækrahverfi í Norður-London. Hún vakti fyrst athygli þegar hún setti efni með sér inn á aðdáendasíðu bresku rappsveitarinnar So Solid Crew. Hún var þá 14 ára. Hún átti lag á Grime-safnplötunni Run The Road sem kom út árið 2005, en Grime-tónlistin er sambland af garage-danstónlist og rappi og hefur verið áberandi í London síðustu ár. Lady Sovereign hitti Jay-Z í samkvæmi árið 2005. Hann bað hana að spinna upp rímur á staðnum sem hún gerði með stæl og í framhaldinu bauð hann henni samning við Def Jam-útgáfuna. Public Warning er hennar fyrsta plata í fullri lengd. Hún er sambland af gömlu smáskífulögunum hennar og nýju efni. Hún kom út í Bandaríkjunum í fyrra, en er nýkomin út í Evrópu. Lady Sovereign er bæði töffari og húmoristi. Hún hefur gott flæði og mjög áberandi enskan framburð og textarnir hennar eru fullir af skemmtilegum hversdagsævintýrum. Hún hefur húmor fyrir sjálfri sér og talar mikið um það hvað hún sé smávaxin. Í laginu Love Me Or Hate Me segist hún vera „Officially the biggest midget in the game“ og fyrsta EP-platan hennar hét „Vertically Challenged“. Það er margt flott í tónlistinni, taktarnir eru bæði ferskir, einfaldir og fönkí. Það eru nokkur frábær lög hér, – þar á meðal 9 to 5, Random, Public Warning, Love Me or Hate Me og Hoodie. Lögin eru samt misjöfn að gæðum og það dregur heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira