Davíð svarað 21. febrúar 2007 05:00 Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Á baksíðu Fréttablaðsins hinn 18. febrúar fer Davíð Þór mikinn, þar fer hann með rakalausan þvætting um Frjálslynda flokkinn: „Sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverri óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda. Þar virðast allir velkomnir sem hrekjast úr öðrum flokkum vegna óvinsælda." Hefurðu lesið málefnahandbók flokksins Davíð Þór? Ef ekki hvernig leyfir þú þér að tala svona? Það virðist vera lenska í dag að tengja allt sem einstakir menn segja, sem skoðun flokksins. Í flokknum er fólk, fólk með misjafnar skoðanir. Eða segja menn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá skoðun að ef menn fá ekki sætustu stelpuna á ballinu, þá taki þeir bara þá næstsætustu með sér heim ? Og hvað varðar Valdimar Leó, var hann ekki Samfylkingarmaður þangað til bara núna nýlega. Þannig að það sé þá líka skoðun Samfylkingarinnar sem hann boðar þarna. Varla hefur hann skipt um skoðun. En það eru lokaorðin sem ég ætla að ræða hér. Og ég ætla að gera meira, ég ætla að fara fram á að þú Davíð Þór biðjir mig og samflokksmenn mína afsökunar á þessum orðum. Þetta eru staðlausir stafir og kjaftæði. „Í huga frjálslyndra eru fíklar hins vegar ekki bara glæpamenn heldur beinlínis hryðjuverkamenn. Eina ráðið sem þeir kunna er að refsa fleirum þyngra, lengur og harðar. Væntanlega í þeirri trú að nýliðun í stétt smyglara sé engin, að fíkniefni hverfi af markaði bara ef nógu mörgum er stungið inn nógu lengi. Það hefur víða verið reynt og hvergi skilað öðru en hörmungum. Fársjúkt fólk á rétt á skilningi og aðstoð. Frjálslyndir bjóða því Litla-Hraun." Ég skal segja þér að ég hef yfir 20 ár þurft að berjast fyrir syni mínum. Og var lengi vel eina manneskjan sem trúði á hann og barðist fyrir því að hann ætti mannréttindi. Það virðist nefnilega vera svo að ógæfufólk er ekki álitið fólk sem á rétt á mannlegri reisn. Hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera. Þannig að það eru algjör öfugmæli sem þú setur fram þarna. Hræsni og lygi tróna hátt í þessum skrifum þínum. Margir þykjast vera þess umkomnir að dæma heilan flokk út frá einstaka mönnum, og jafnvel einni fyrirsögn. Ég krefst þess hér með að þú biðjir mig afsökunar á þessum ummælum þínum. Og þú ættir ef til vill að lesa aftur í Biblíunni þinni. Þar stendur ýmislegt sem þú mátt alveg tileinka þér, eins og að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Höfundur er móðir og varamaður í miðstjórn Frjálslynda flokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar