Innlent

Vill netlögreglu

Steingrímur vill að netlögregla komi í veg fyrir dreifingu kláms á netinu.
Steingrímur vill að netlögregla komi í veg fyrir dreifingu kláms á netinu.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlögregluembætti sem myndi koma í veg fyrir dreifingu kláms á netinu.

Þetta sagði Steingrímur í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils þegar fyrirhuguð klámráðstefna hér á landi bar á góma. Kvaðst hann jafnframt vera afar mótfallinn nektar- og súlustöðum og ef hann fengi að ráða myndi hann reyna að koma þeim úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×