Fengitími á norrænum fjármálamörkuðum 28. febrúar 2007 00:01 Christian clausen, nýr forstjóri nordea, kynntur til sögunnar Clausen tekur við starfinu af Lars G. Nordstrom eftir aðalfund bankans í apríl. Sænska ríkið hefur boðað sölu á fimmtungshlut sínum í Nordea á næstunni og því er ljóst að Clausen fær nýja yfirmenn. Investor, stærsti hluthafinn í SEB, er talinn vera líklegasti kaupandi hlutarins, enda gæti það orðið erfitt fyrir sænsku stjórnina að selja hlutinn í hendur útlenskra banka. Nordic Photos/AFP Mikil spenna er í loftinu á norrænum fjármálamörkuðum um þessar mundir, enda búast menn við samrunum og yfirtökum í fjármálakerfinu á næstunni. Sjónir manna beinast að Svíþjóð í þeim efnum. Sænska hægri stjórnin, undir forystu Fredriks Reinfeldt, hefur boðað stórfellda sölu á hlutabréfum ríkisins í 57 fyrirtækjum og vonast til að einkavæðingin skili um 1.400 milljörðum króna í ríkiskassann. Tvö af þessum fyrirtækjum eru fjármálafyrirtæki og virðist vera töluverður áhugi fyrir þeim. Annað þeirra er Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda, en sænska ríkið er stærsti hluthafinn. Hitt er SBAB, fasteignalánabanki sem er að öllu leyti í eigu sænska ríkisins. Talið er líklegt að Danske Bank, sænskir bankar og fjárfestingafélög, Sampo Group, íslensku viðskiptabankarnir Kaupþing og Glitnir og mörg fjármálafyrirtæki utan Norðurlandanna muni blanda sér í þennan slag.Ríkið Þrándur í götuPeter Straarup, forstjóri Danske Bank Hefur lýst yfir áhuga sínum að eignast SBAB.Stærri einingar á norrænum fjármálamarkaði eru að flestra mati nauðsynlegar til þess að bregðast við þeirri þróun sem á sér stað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Bankar verða stærri og stærri og eftir því sem þeir stækka því betri viðskiptakjör fái þeir. Hinir smærri verða því bara étnir upp af þeim stærri. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Deloitte, sem Berlingske Tidende vísar til, kemur fram að fyrirtækið búist við allt að 700 samrunum og yfirtökum á evrópskum bankamarkaði frá 2006-2010. Árið 2010 býst fyrirtækið við því að kominn verði á sjónarsviðið evrópskur banki er spanni alla álfuna.Fremur litlar hreyfingar hafa orðið á norrænum fjármálamarkaði í gegnum tíðina, einkum þegar horft er á stærri einingar, þótt Nordea hafi orðið til á sínum tíma við bankasamruna í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki í Skandinavíu hafa komið sér ágætlega fyrir í Eystrasaltsríkjunum og nægir þar að nefna SEB, Swedbank, Nordea og nú síðast Danske Bank. En almennt má segja að fáir norrænnu bankanna hafi verið í markvissri útrás, ef undan eru skildir íslensku bankarnir og Danske Bank. Ástæðan er sennilega sú að stór hluti fjármálakerfisins í Svíþjóð, Noregi og jafnvel Finnlandi er enn í eigu ríkisins og stjórnmálamenn hafa ekki viljað hrófla við þessu kerfi. Gríðarleg hagræðingartækifæri eru því talin vera til staðar á norrænum bankamarkaði.Sænskt brúðkaup á döfinniFredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar Hægri stjórnin ætlar í stórfellda einkavæðingu og vonast til að fá 1.400 milljarða í ríkiskassann.Augu flestra beinast að lykilhlut sænska ríkisins í Nordea. Þar hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar sem kaupendur. „Skilaboðin til [fjármálaráðherrans] Mats Odell eru þau að fá sem hæst verð, en líka að gæta hagsmuna atvinnugreinarinnar við þá sölu sem við stefnum að," segir forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt um fyrirhugaða sölu á Nordea-hlutnum í samtali við Veckans Affärer. Sænska ríkið heldur utan um 19,9 prósenta hlut í Nordea, sem metinn er á 600 milljarða króna, og því er bankinn fjórum sinnum verðmætari en Kaupþing, stærsti banki Íslands. Skammt undan kemur svo Danske Bank. Í samanburði við aðra evrópska banka virka Nordea og Danske Bank sem hálfgerð peð en Nordea er í 37. sæti á lista yfir stærstu banka heimsins og Danske í því 53. Stórir evrópskir bankar, sem hafa verið að vaxa hratt, til dæmis spænskir og ítalskir bankar, kunna að hafa áhuga að næla sér í fótfestu. Með því ná stóru bankarnir áhættudreifingu og efnahagur þeirra stækkar. Meðal erlendra kaupenda sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Sampo Group, BBVA, Deutsche Bank, Citigroup, Barclay"s og AMN Amro. Ekki er langt síðan suður-afríska fjármálafyrirtækið Old Mutual tók yfir tryggingafélagið Skandia eftir hatramma yfirtökubaráttu.Það er einmitt ákveðinn ótti við að útlendingar komist yfir stærsta banka Svíþjóðar og Norðurlanda sem eykur líkurnar á því að Nordea-hluturinn endi í höndum Svía og er þar einkum horft til þess að Skandinaviska Enskilda Banken (SEB), þriðji stærsti banki Norðurlanda, og Nordea renni í eina sæng en stjórnendur beggja bankanna virðast vera heitir fyrir hver öðrum. Pólitísk samstaða ku ekki vera fyrir því að selja Nordea, með sína tíu milljónir viðskiptamanna, til útlendinga; nógu erfitt er samt að einkavæða ríkisfyrirtæki og því lesa menn svo í orð Reinfeldts að aðeins Svíar komi til greina.Ekki skemmir fyrir að Investor, hinu öfluga fjárfestingafélagi Wallenberg-fjölskyldunnar, líst vel á ráðahaginn en það félag fer fyrir SEB. „Samþjöppun liggur í loftinu. Sænska ríkið er stærsti hluthafinn í Nordea og hefur sagt markaðnum frá því að það vilji selja. SEB er hugsanlegur kaupandi en enn eru þetta einungis vangaveltur," sagði Jacob Wallenberg á leiðtogaráðstefnunni í Davos í Sviss. Kenningin er sú að Investor kaupi Nordea sem síðan kaupi svo SEB. Saman myndu SEB og Nordea komast í hóp tuttugu stærstu banka heims og beina spjótum sínum að fjármálamörkuðum í austri, einkum að Rússlandi og gömlu sovétlýðveldunum.„Ég trúi því að SEB og Wallenberg muni ráðast í þessi viðskipti. Þau eru rétt fyrir geirann og ef samruni SEB/Nordea gengur í gegn verður til stærsti banki Evrópu í fjölskyldueigu," segir Håkan Wilson, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi í Svíþjóð við Veckans Affärer.Danske Bank líklegurBjörn Wahlroos, forstjóri Sampo Group Horfir meðal annars til hlutabréfa sænska ríkisins í Nordea.Margir eru spenntir fyrir fasteignalánabankanum SBAB sem er fimmta stærsta lánastofnun Svíþjóðar með útlán upp á 1.300 milljónir króna og yfir 250 þúsund viðskiptavini. Mikil tækifæri liggja í því að bjóða þessum viðskiptamannahópi upp á annars konar bankaþjónustu og þá kann að heilla marga að SBAB hefur sterka markaðshlutdeild í útlánum til fyrirtækja. Norrænir fjölmiðlar nefna ýmis fjármálafyrirtæki til sögunnar sem kaupanda að SBAB, þar á meðal Nordea og hina stóru sænsku bankana, Länsförsäkringar í Svíþjóð (þar sem Tommy Person, stjórnarmaður í Kaupþingi, er í forystu), ING Group í Hollandi, Danske Bank og Kaupþing og Glitni.Þegar spurt er um líklega kaupendur á SBAB telja sérfræðingar að staða Danske Bank sé nokkuð sterk. „Auðvitað erum við áhugasamir að skoða gögn varðandi SBAB þegar sænska ríkið selur," segir Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, við Dagens Industri, en tekur þó fram að allt velti þetta á því hvað sænska ríkið vilji fá fyrir sinn snúð. Margt fellur til með Danske Bank. Hann hefur öðlast ágæta reynslu í því að taka yfir banka í öðrum löndum og býr yfir fjárhagslegum styrk. Bankinn hefur verið með seðlaveskið á lofti og eignast bankastarfsemi í Finnlandi, Eystrasaltsríkjunum og Írlandi á síðustu mánuðum, síðast Sampo Bank í Finnlandi. Í grein í Berlingske Tidende er bent á það að mikil reynsla sé til staðar hjá Danske Bank þegar kemur að yfirtökum á fyrirtækjum. Tæknilega séð er Danske Bank í fremstu röð í Evrópu þegar kemur að því að sameina ólík tölvukerfi fjármálafyrirtækja og það gefi honum gott forskot á samkeppnisaðila. Tíminn skiptir sköpum við að samþætta rekstur fyrirtækjanna og ná niður kostnaði.Einnig er nefnt að staða Danske Bank sé sterkari en Handelsbanken, SEB og Swedbank þar sem sænsku bankarnir eru nú þegar með mikil umsvif á fasteignalánamarkaði og eiga það á hættu að markaðshlutdeild fari yfir 30 prósenta hámark.Kaupþing með reynsluLýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista Exista er komið með kjölfestuhlut í Sampo Group og Kaupþingi sem bæði eru líkleg til afreka á komandi misserum.Stutt er liðið síðan Exista varð stærsti hluthafinn í Sampo Group, stærsta fjármálafyrirtæki Finnlands, og náði þar með hugsanlegri lykilstöðu á norrænum fjármálamarkaði. Sampo Group er með yfir fjögur hundruð milljarða króna í veskinu og vilja stjórnendur félagsins blanda sér í þann slag sem verður um fimmtungshlutinn í Nordea. Sampo á nú þegar ríflega eins prósents hlut í sænska risabankanum.Stjórnendur Existu ætla að hitta stjórnendur Sampo í mars til skrafs og ráðagerða en stjórnarformaðurinn Lýður Guðmundsson hefur sagt að hann telji að nýta megi sjóði Sampo til góðra verka. Ætla má að fjárfestingargeta Existu sé allnokkur enn þá, enda er eiginfjárhlutfall félagsins yfir fjörutíu prósentum, og þá er líklegt að Kaupþing, þar sem Exista er stærsti eigandinn, hafi burði til að ráðast í 100-150 milljarða króna fjárfestingar eftir að hafa safnað um 55 milljörðum króna í alþjóðlegu hlutafjárútboði í upphafi vetrar. Saman er þetta tvíeyki, Exista og Kaupþing, líklegt til að taka þátt í frekari stórræðum á norrænum fjármálamarkaði á þessu ári.Kaupþing, sem hefur verið orðað við Storebrand í Noregi og nú síðast SBAB, hóf íslensku útrásina á norrænan bankamarkað snemma á öldinni og býr yfir töluverðri reynslu í yfirtökum. Stefna bankans hefur verið skýr. Hún er sú að Kaupþing verði leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndum og eftir því sem fyrirtækið óx þá færði það anga sína í alþjóðlegri þróun til Bretlandseyja. Bankinn eignaðist Sofi í Finnlandi árið 2001 og verðbréfafyrirtækin Aragon og JP Nordiska á árunum 2002-2003 auk smærri fyrirtækja í Noregi, Bretlandi og Lúxemborg. Einnig keypti Kaupþing rúman helming hlutafjár í finnska fjárfestingarfyrirtækinu Norvestia árið 2003. Kaupþing fór í sín stærstu kaup um mitt ár 2004 þegar það keypti danska fyrirtækjabankann FIH af Swedbank fyrir rúma 84 milljarða króna. Þetta tvöfaldaði stærð Kaupþing og markaðsvirði bankans fór yfir 200 milljarða eftir hlutafjárútboð er haldið var í tengslum við þessi stóru kaup. Í lok árs 2004 var bankinn kominn með starfsemi í tíu löndum, þar af á öllum Norðurlöndunum. Ári síðar festi Kaupþing kaup á Singer & Friedlander í Bretlandi fyrir 65 milljarða króna og styrkti þar með stöðu sína í almennri bankaþjónustu, fjármögnunarleigu og eignastýringu.Glitnir hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem kaupandi að SBAB. Bankinn skilgreindi heimamarkað sinn á Íslandi og í Noregi eftir kaup á BN Bank og KredittBanken í Noregi á árunum 2004-2005. Á síðasta ári eignaðist Glitnir verðbréfafyrirtækið Fischer Partners í Svíþjóð og tilkynnti um kaup á FIM Group fyrr á þessu ári fyrir 37 milljarða króna.Verðið hækkarSpennandi tímar eru fram undan á norrænum fjármálamarkaði þótt erfitt verði að spá fyrir um endanlega niðurstöðu. Rekstur stórra banka á Norðurlöndum hefur aldrei gengið betur og hlutabréf þeirra gáfu af sér góða ávöxtun á síðasta ári. Áhugi margra ólíkra aðila mun líka valda því að seljendur fá gott verð fyrir sinn snúð. „Markaðurinn er fremur seljendamarkaður en kaupendamarkaður," sagði Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, í viðtali við Helsingin Sanomat. Björn ætti að þekkja þetta manna best, enda seldi Sampo Group bankasamstæðu fyrirtækisins til Danske Bank fyrir mjög gott verð. Danske Bank greiddi 3,5-falt eigið fé Sampo Bank sem er litlu hærra en það verð sem Glitnir borgaði fyrir FIM Group á dögunum. Þar var borgað 3,4 falt eigið fé og viðurkenndi Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, að verulega samlegð þurfi til að réttlæta kaupin. „Það að koma sér fyrir á nýjum og stórum markaði með afgerandi hætti er alltaf erfitt. Hins vegar verður verðið, og jafnvel þó það væri eitthvað lægra, ekki réttlætanlegt með öðru en að við náum verulegum samlegðaráhrifum út úr kaupunum," sagði Bjarni í viðtali við Markaðinn. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Miklu minna magn af klementínum í boði fyrir jólin Neytendur Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikil spenna er í loftinu á norrænum fjármálamörkuðum um þessar mundir, enda búast menn við samrunum og yfirtökum í fjármálakerfinu á næstunni. Sjónir manna beinast að Svíþjóð í þeim efnum. Sænska hægri stjórnin, undir forystu Fredriks Reinfeldt, hefur boðað stórfellda sölu á hlutabréfum ríkisins í 57 fyrirtækjum og vonast til að einkavæðingin skili um 1.400 milljörðum króna í ríkiskassann. Tvö af þessum fyrirtækjum eru fjármálafyrirtæki og virðist vera töluverður áhugi fyrir þeim. Annað þeirra er Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda, en sænska ríkið er stærsti hluthafinn. Hitt er SBAB, fasteignalánabanki sem er að öllu leyti í eigu sænska ríkisins. Talið er líklegt að Danske Bank, sænskir bankar og fjárfestingafélög, Sampo Group, íslensku viðskiptabankarnir Kaupþing og Glitnir og mörg fjármálafyrirtæki utan Norðurlandanna muni blanda sér í þennan slag.Ríkið Þrándur í götuPeter Straarup, forstjóri Danske Bank Hefur lýst yfir áhuga sínum að eignast SBAB.Stærri einingar á norrænum fjármálamarkaði eru að flestra mati nauðsynlegar til þess að bregðast við þeirri þróun sem á sér stað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Bankar verða stærri og stærri og eftir því sem þeir stækka því betri viðskiptakjör fái þeir. Hinir smærri verða því bara étnir upp af þeim stærri. Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Deloitte, sem Berlingske Tidende vísar til, kemur fram að fyrirtækið búist við allt að 700 samrunum og yfirtökum á evrópskum bankamarkaði frá 2006-2010. Árið 2010 býst fyrirtækið við því að kominn verði á sjónarsviðið evrópskur banki er spanni alla álfuna.Fremur litlar hreyfingar hafa orðið á norrænum fjármálamarkaði í gegnum tíðina, einkum þegar horft er á stærri einingar, þótt Nordea hafi orðið til á sínum tíma við bankasamruna í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki í Skandinavíu hafa komið sér ágætlega fyrir í Eystrasaltsríkjunum og nægir þar að nefna SEB, Swedbank, Nordea og nú síðast Danske Bank. En almennt má segja að fáir norrænnu bankanna hafi verið í markvissri útrás, ef undan eru skildir íslensku bankarnir og Danske Bank. Ástæðan er sennilega sú að stór hluti fjármálakerfisins í Svíþjóð, Noregi og jafnvel Finnlandi er enn í eigu ríkisins og stjórnmálamenn hafa ekki viljað hrófla við þessu kerfi. Gríðarleg hagræðingartækifæri eru því talin vera til staðar á norrænum bankamarkaði.Sænskt brúðkaup á döfinniFredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar Hægri stjórnin ætlar í stórfellda einkavæðingu og vonast til að fá 1.400 milljarða í ríkiskassann.Augu flestra beinast að lykilhlut sænska ríkisins í Nordea. Þar hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar sem kaupendur. „Skilaboðin til [fjármálaráðherrans] Mats Odell eru þau að fá sem hæst verð, en líka að gæta hagsmuna atvinnugreinarinnar við þá sölu sem við stefnum að," segir forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt um fyrirhugaða sölu á Nordea-hlutnum í samtali við Veckans Affärer. Sænska ríkið heldur utan um 19,9 prósenta hlut í Nordea, sem metinn er á 600 milljarða króna, og því er bankinn fjórum sinnum verðmætari en Kaupþing, stærsti banki Íslands. Skammt undan kemur svo Danske Bank. Í samanburði við aðra evrópska banka virka Nordea og Danske Bank sem hálfgerð peð en Nordea er í 37. sæti á lista yfir stærstu banka heimsins og Danske í því 53. Stórir evrópskir bankar, sem hafa verið að vaxa hratt, til dæmis spænskir og ítalskir bankar, kunna að hafa áhuga að næla sér í fótfestu. Með því ná stóru bankarnir áhættudreifingu og efnahagur þeirra stækkar. Meðal erlendra kaupenda sem hafa verið nefndir til sögunnar eru Sampo Group, BBVA, Deutsche Bank, Citigroup, Barclay"s og AMN Amro. Ekki er langt síðan suður-afríska fjármálafyrirtækið Old Mutual tók yfir tryggingafélagið Skandia eftir hatramma yfirtökubaráttu.Það er einmitt ákveðinn ótti við að útlendingar komist yfir stærsta banka Svíþjóðar og Norðurlanda sem eykur líkurnar á því að Nordea-hluturinn endi í höndum Svía og er þar einkum horft til þess að Skandinaviska Enskilda Banken (SEB), þriðji stærsti banki Norðurlanda, og Nordea renni í eina sæng en stjórnendur beggja bankanna virðast vera heitir fyrir hver öðrum. Pólitísk samstaða ku ekki vera fyrir því að selja Nordea, með sína tíu milljónir viðskiptamanna, til útlendinga; nógu erfitt er samt að einkavæða ríkisfyrirtæki og því lesa menn svo í orð Reinfeldts að aðeins Svíar komi til greina.Ekki skemmir fyrir að Investor, hinu öfluga fjárfestingafélagi Wallenberg-fjölskyldunnar, líst vel á ráðahaginn en það félag fer fyrir SEB. „Samþjöppun liggur í loftinu. Sænska ríkið er stærsti hluthafinn í Nordea og hefur sagt markaðnum frá því að það vilji selja. SEB er hugsanlegur kaupandi en enn eru þetta einungis vangaveltur," sagði Jacob Wallenberg á leiðtogaráðstefnunni í Davos í Sviss. Kenningin er sú að Investor kaupi Nordea sem síðan kaupi svo SEB. Saman myndu SEB og Nordea komast í hóp tuttugu stærstu banka heims og beina spjótum sínum að fjármálamörkuðum í austri, einkum að Rússlandi og gömlu sovétlýðveldunum.„Ég trúi því að SEB og Wallenberg muni ráðast í þessi viðskipti. Þau eru rétt fyrir geirann og ef samruni SEB/Nordea gengur í gegn verður til stærsti banki Evrópu í fjölskyldueigu," segir Håkan Wilson, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi í Svíþjóð við Veckans Affärer.Danske Bank líklegurBjörn Wahlroos, forstjóri Sampo Group Horfir meðal annars til hlutabréfa sænska ríkisins í Nordea.Margir eru spenntir fyrir fasteignalánabankanum SBAB sem er fimmta stærsta lánastofnun Svíþjóðar með útlán upp á 1.300 milljónir króna og yfir 250 þúsund viðskiptavini. Mikil tækifæri liggja í því að bjóða þessum viðskiptamannahópi upp á annars konar bankaþjónustu og þá kann að heilla marga að SBAB hefur sterka markaðshlutdeild í útlánum til fyrirtækja. Norrænir fjölmiðlar nefna ýmis fjármálafyrirtæki til sögunnar sem kaupanda að SBAB, þar á meðal Nordea og hina stóru sænsku bankana, Länsförsäkringar í Svíþjóð (þar sem Tommy Person, stjórnarmaður í Kaupþingi, er í forystu), ING Group í Hollandi, Danske Bank og Kaupþing og Glitni.Þegar spurt er um líklega kaupendur á SBAB telja sérfræðingar að staða Danske Bank sé nokkuð sterk. „Auðvitað erum við áhugasamir að skoða gögn varðandi SBAB þegar sænska ríkið selur," segir Peter Straarup, forstjóri Danske Bank, við Dagens Industri, en tekur þó fram að allt velti þetta á því hvað sænska ríkið vilji fá fyrir sinn snúð. Margt fellur til með Danske Bank. Hann hefur öðlast ágæta reynslu í því að taka yfir banka í öðrum löndum og býr yfir fjárhagslegum styrk. Bankinn hefur verið með seðlaveskið á lofti og eignast bankastarfsemi í Finnlandi, Eystrasaltsríkjunum og Írlandi á síðustu mánuðum, síðast Sampo Bank í Finnlandi. Í grein í Berlingske Tidende er bent á það að mikil reynsla sé til staðar hjá Danske Bank þegar kemur að yfirtökum á fyrirtækjum. Tæknilega séð er Danske Bank í fremstu röð í Evrópu þegar kemur að því að sameina ólík tölvukerfi fjármálafyrirtækja og það gefi honum gott forskot á samkeppnisaðila. Tíminn skiptir sköpum við að samþætta rekstur fyrirtækjanna og ná niður kostnaði.Einnig er nefnt að staða Danske Bank sé sterkari en Handelsbanken, SEB og Swedbank þar sem sænsku bankarnir eru nú þegar með mikil umsvif á fasteignalánamarkaði og eiga það á hættu að markaðshlutdeild fari yfir 30 prósenta hámark.Kaupþing með reynsluLýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista Exista er komið með kjölfestuhlut í Sampo Group og Kaupþingi sem bæði eru líkleg til afreka á komandi misserum.Stutt er liðið síðan Exista varð stærsti hluthafinn í Sampo Group, stærsta fjármálafyrirtæki Finnlands, og náði þar með hugsanlegri lykilstöðu á norrænum fjármálamarkaði. Sampo Group er með yfir fjögur hundruð milljarða króna í veskinu og vilja stjórnendur félagsins blanda sér í þann slag sem verður um fimmtungshlutinn í Nordea. Sampo á nú þegar ríflega eins prósents hlut í sænska risabankanum.Stjórnendur Existu ætla að hitta stjórnendur Sampo í mars til skrafs og ráðagerða en stjórnarformaðurinn Lýður Guðmundsson hefur sagt að hann telji að nýta megi sjóði Sampo til góðra verka. Ætla má að fjárfestingargeta Existu sé allnokkur enn þá, enda er eiginfjárhlutfall félagsins yfir fjörutíu prósentum, og þá er líklegt að Kaupþing, þar sem Exista er stærsti eigandinn, hafi burði til að ráðast í 100-150 milljarða króna fjárfestingar eftir að hafa safnað um 55 milljörðum króna í alþjóðlegu hlutafjárútboði í upphafi vetrar. Saman er þetta tvíeyki, Exista og Kaupþing, líklegt til að taka þátt í frekari stórræðum á norrænum fjármálamarkaði á þessu ári.Kaupþing, sem hefur verið orðað við Storebrand í Noregi og nú síðast SBAB, hóf íslensku útrásina á norrænan bankamarkað snemma á öldinni og býr yfir töluverðri reynslu í yfirtökum. Stefna bankans hefur verið skýr. Hún er sú að Kaupþing verði leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndum og eftir því sem fyrirtækið óx þá færði það anga sína í alþjóðlegri þróun til Bretlandseyja. Bankinn eignaðist Sofi í Finnlandi árið 2001 og verðbréfafyrirtækin Aragon og JP Nordiska á árunum 2002-2003 auk smærri fyrirtækja í Noregi, Bretlandi og Lúxemborg. Einnig keypti Kaupþing rúman helming hlutafjár í finnska fjárfestingarfyrirtækinu Norvestia árið 2003. Kaupþing fór í sín stærstu kaup um mitt ár 2004 þegar það keypti danska fyrirtækjabankann FIH af Swedbank fyrir rúma 84 milljarða króna. Þetta tvöfaldaði stærð Kaupþing og markaðsvirði bankans fór yfir 200 milljarða eftir hlutafjárútboð er haldið var í tengslum við þessi stóru kaup. Í lok árs 2004 var bankinn kominn með starfsemi í tíu löndum, þar af á öllum Norðurlöndunum. Ári síðar festi Kaupþing kaup á Singer & Friedlander í Bretlandi fyrir 65 milljarða króna og styrkti þar með stöðu sína í almennri bankaþjónustu, fjármögnunarleigu og eignastýringu.Glitnir hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem kaupandi að SBAB. Bankinn skilgreindi heimamarkað sinn á Íslandi og í Noregi eftir kaup á BN Bank og KredittBanken í Noregi á árunum 2004-2005. Á síðasta ári eignaðist Glitnir verðbréfafyrirtækið Fischer Partners í Svíþjóð og tilkynnti um kaup á FIM Group fyrr á þessu ári fyrir 37 milljarða króna.Verðið hækkarSpennandi tímar eru fram undan á norrænum fjármálamarkaði þótt erfitt verði að spá fyrir um endanlega niðurstöðu. Rekstur stórra banka á Norðurlöndum hefur aldrei gengið betur og hlutabréf þeirra gáfu af sér góða ávöxtun á síðasta ári. Áhugi margra ólíkra aðila mun líka valda því að seljendur fá gott verð fyrir sinn snúð. „Markaðurinn er fremur seljendamarkaður en kaupendamarkaður," sagði Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, í viðtali við Helsingin Sanomat. Björn ætti að þekkja þetta manna best, enda seldi Sampo Group bankasamstæðu fyrirtækisins til Danske Bank fyrir mjög gott verð. Danske Bank greiddi 3,5-falt eigið fé Sampo Bank sem er litlu hærra en það verð sem Glitnir borgaði fyrir FIM Group á dögunum. Þar var borgað 3,4 falt eigið fé og viðurkenndi Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, að verulega samlegð þurfi til að réttlæta kaupin. „Það að koma sér fyrir á nýjum og stórum markaði með afgerandi hætti er alltaf erfitt. Hins vegar verður verðið, og jafnvel þó það væri eitthvað lægra, ekki réttlætanlegt með öðru en að við náum verulegum samlegðaráhrifum út úr kaupunum," sagði Bjarni í viðtali við Markaðinn.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Miklu minna magn af klementínum í boði fyrir jólin Neytendur Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira