Ásakanir í garð Frjálslynda flokksins 2. mars 2007 05:00 Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar