Viðskipti innlent

Verðbólga mælist nú 4,5 prósent

Verðbólga hefur aukist úr 4,2 prósentum í síðasta mánuði í 4,5 prósent. Sé kostnaður við húsnæði tekið út mælist verðbólgan 1,3 prósent.
Verðbólga hefur aukist úr 4,2 prósentum í síðasta mánuði í 4,5 prósent. Sé kostnaður við húsnæði tekið út mælist verðbólgan 1,3 prósent.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,5 til 0,8 prósent á milli mánaða.

Í útreikningum Hagstofunnar kemur fram að kostnaður vegna eigin húsnæðis hafi aukist um 0,8 prósent á milli mánaða auk þess sem verð á fötum og skóm hafi hækkað um 3,5 prósent í kjölfar útsöluloka. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvörum um 1,0 prósent. Þetta er í samræmi við spár bankanna.

Sé húsnæði tekið út úr vísitölureikningunum mælist verðbólga 1,3 prósent, að sögn Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×