Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde 10. október 2007 07:45 Marel Baldvinsson er ekki ánægður með lífið í Molde. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira