Ljós í myrkrinu 6. mars 2007 06:00 Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega undirritaðir samningar við sauðfjárbændur vekja hjá mér stöðugt meiri undrun. Hvers vegna í ósköpunum er þetta látið yfir okkur ganga, að halda uppi hópi atvinnurekenda? Hvað er að þingmönnum? Og hvað er að fólkinu í landinu sem lætur sífellt valta yfir sig með sköttum til að hygla að útvöldum? 1. Ég mótmæli því að ríkið sé að reka fjárhús jafnt sem fjós. Með fjárhúsrekstri stuðlar ríkið þar með líka að áframhaldandi ofbeit á mörgum stöðum sem löngu ætti að vera búið að friða. 2. Ég mótmæli því að ríkið hlaupi undir bagga og borgi fjárupphæðir til þeirra sem hyggjast hefja búskap, hvort sem það eru nú einhverjir ofurhugar af mölinni eða börn bænda að kaupa af foreldrum sínum. Því í ósköpunum á ríkið að vera með puttana í því? Hvers vegna getur þetta fólk ekki notað bankakerfið eins og aðrir sem hefja einhvern rekstur? Hvað um hin systkinin á bænum? Á ríkið kannski að kaupa einhvern rekstur fyrir þau líka? Eða á bara að gera upp á milli þeirra? 3. Ég mótmæli líka því að hygla svona að sjálfstæðum atvinnurekendum sem ættu að sjálfsögðu að vera í innbyrðis bullandi samkeppni eins og aðrir atvinnurekendur. Með því að borga svona með þessu fólki erum við að auka verðgildi eigna þeirra, því það er staðreynd að þessir menn eru margfaldir millar og ekki versnar það ef þeir selja. Hvers vegna að borga með milljónamæringum? Það er bara ekki glóra í þessu. Þetta eru ríkustu menn á Íslandi í dag, fyrir utan stóru toppana. Nú geta bændur bara séð um sig sjálfir og það vilja þeir. En það eru menn eins og Einar Oddur Kristjánsson sem vilja hafa vit fyrir þeim. „Bannað að hafa samkeppni á kjötmarkaði. Þessi má framleiða svona mikið og þessi svona mikið. Passið ykkur bara á því að fara ekki fram úr því sem við höfum ákveðið. Því annars gæti kjötverð LÆKKAÐ og það má alls ekki. Enga samkeppni takk, bara framleiðslusamráð. Höldum okkur við útflutningsskylduna því annars gæti flætt of mikið kjöt inn á innlendan markað og ekkert nema hræðileg verðlækkun í sjónmáli“. Var ekki annars verið að telja okkur trú um það í allt sumar að það vantaði kjöt á innlenda markaðinn, svona svo við yrðum duglegri að hamstra á grillið? En það er ljós í myrkrinu því nú hefur ríkið viðurkennt að það sé úrelt fyrirkomulag að það sé að ákveða hvað hver atvinnurekandi má flytja út og hvað ekki. Útflutningsskyldan verður felld úr gildi á samningstímabilinu. Húrra! En hvað er að þingmönnum okkar? Til hvers eru þeir á þingi? Bara fyrir bændur? Nei, mér dettur það stundum í hug. Allir svo rosalega góðir, hugsa allir eins og hafa enga sjálfstæða skoðun á landbúnaðarmálum. Hvað þá að þeir hafi hina minnstu hugmynd um ástand gróðurs. Allir að „bjarga“ landsbyggðinni með aulalegum peningagjöfum, til að viðhalda ofbeit og kalla það að tryggja búsetu. Sama tuggan ár eftir ár. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun