Vill stjörnum prýtt blúsband 8. mars 2007 07:45 Halldór Bragason. Dóri ætlar að stofna norræna blússveit sem myndi ferðast á milli blúshátíða um allan heiminn. MYND/Valli Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Blúsarinn Halldór Bragason hefur í hyggju að stofna norræna blúshljómsveit sem myndi ferðast á milli tónlistarhátíða á Norðurlöndunum og jafnvel víðar um heim. Sveitin yrði ekki alltaf skipuð sama fólkinu heldur yrði meðlimum skipt út frá ári til árs. „Hugmyndin er að setja saman stjörnum prýtt band frá Norðurlöndunum. Þetta gæti orðið allt að fimmtán manna sveit sem myndi spila á hátíðum á Norðurlöndum og víðar. Þetta er svona langtímamarkmið,“ segir Dóri, sem er listrænn stjórnandi fjórðu Blúshátíðar Reykjavíkur sem hefst 3. apríl. „Þegar maður er listrænn stjórnandi þarf maður að vera skapandi og ég hef gert það undanfarin ár að búa til dagskrá á Blúshátíð. Mér finnst þetta skemmtilegt verkefni að sameina alla blúsara á Norðurlöndum. Það yrði liður í kynningarstarfsemi fyrir blúshátíðir á Norðurlöndum að kynna þessa blúsara og búa til bræðralag sem nær yfir öll lönd, allt frá Chicago til Finnlands. Þetta yrði „killer“ band,“ segir hann. Bætir hann því við að undirbúningurinn gæti tekið heilt ár. Dóri og félagar í Blue Ice Band spila á tveimur blúshátíðum á Norðurlöndum á næstunni. Fyrst spila þeir með blúsdívunni Zoru Young í Árósum í Danmörku 7. apríl og hinn 28. sama mánaðar spila þeir á blúshátíð í Niðarósi í Noregi ásamt Zoru og tveimur dívum til viðbótar, Deitra Farr og Grana" Louise. Á þeirri hátíð spila einnig þekkt nöfn á borð við Los Lobos og Ike Turner, fyrrverandi eiginmaður rokkömmunnar Tinu Turner.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira