Jóhann Briem 8. mars 2007 08:15 Jóhann Briem 1907-1991 Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira