Menning

Glíma við orð

Rúnar Helgi Vignisson heldur erindi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka" í dag.

Rúnar ræðir um glímuna við bókmenntaverk frá fjarlægum og framandi menningarheimi í tengslum við þýðingar sínar á verkum suður-afríska Nóbelsverðlaunahafans J.M. Coetzee.

Rúnar veltir fyrir sér sambandi íslenskrar menningar við framandi menningu og þeim gildrum sem framandleikinn getur lagt fyrir þýðandann. Í fyrirlestrinum gerir Rúnar grein fyrir samstarfi sínu við Coetzee og ræðir álitamál sem upp komu við þýðingarvinnuna.

Rúnar Helgi hefur fengist við þýðingar um árabil og hlaut Íslensku þýðingarverðlaunin 2005 fyrir þýðingu sína á Barndómi eftir Coetzee. Hann hefur aukinheldur gefið út skáldsögur og smásagnasafn.

Erindi sitt heldur Rúnar í stofu 101 í Lögbergi kl. 16.30 í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×