Hugvísindaþing hefst í dag 9. mars 2007 09:00 Jón Viðar Jónsson talar um Straumrof. Hugvísindaþing hefst síðdegis í dag í Aðalbyggingu Háskólans og stendur í tvo daga. Að því standa, eins og undanfarin ár, Hugvísindastofnun, ReykjavíkurAkademían og guðfræðideild. Þinginu er ætlað að bregða ljósi á ýmis viðfangsefni sem unnið er að á skika hugvísinda í landinu, bæði lítil álitaefni og stór. Er þeim raðað í klasa og verða flutt erindi í litlum hópum í húsnæði háskólans. Þinghaldið hefst kl. 13.00 í dag og verður þingað til kl. 16.30, með kaffihléi kl. 14.30-15.00. Á morgun hefst þinghald kl. 12.00 og stendur til kl. 16.30. Kaffihlé verður kl. 14.00-14.30. Að þingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Eru menn hvattir til að mæta ef þeim þykir eitthvað af umræðuefnunum áhugavert. Dyggir styrktaraðilar Hugvísindaþings eru Edda útgáfa, Veröld, JPV útgáfa, danska sendiráðið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í dag verður þingað í sjö stofum. Kennir þar margra grasa þó reynt sé að stilla saman efnum sem á einhvern hátt ríma. Í fjórum stofum verður þingað fyrir kaffi í dag og þremur á eftir. Úr ólíkum áttum er yfirskrift sem geymir framlag þeirra Jóns Viðars Jónssonar, leikhúsfræðings og gagnrýnanda, en hann spyr: Er leikritið Straumrof víxlspor eða lykilverk á ferli Halldórs Kiljans Laxness? Síðan ræðir Bergljót S. Kristjánsdóttir prófessor spurninguna: „Viltu að ek höggvi þig langsum eður þversum?“ en þar koma við sögu teiknimyndapersónan Stebba stælgæ sem birtist í Tímanum upp úr 1960 . Í sömu mund koma menn saman og ræða forna texta, forsagnarefni í íslenskum heimildum, nauðsyn nýrrar útgáfu á brotunum úr Vita sancti Thorlaci, og þá Gunnar og Njáll, „hvártveggi er blauður“: karlmennska og tilvistarkreppa á miðöldum. Þriðji hópurinn talar um trú og heim: Bjarni Randver Sigurvinsson, Róbert H. Haraldsson og Orri Vésteinsson leggja sitt til málanna. Það er skammt frá trúfræðinni yfir í málfræðina: Slóðir tungunnar eru reifaðar í fjórðu málstofu: Margrét Jónsdóttir spyr Hvers kyns? Katrín Axelsdóttir talar um lýsingarorðið sem fór sínar eigin leiðir, og Jón Axel Harðarson fjallar um skiptingu frumgermönsku í norðvesturgermönsku og austurgermönsku. Fjórða stofan geymir guðfræðinga sem eru að þreifa fyrir sér í listasögu: Pétur Pétursson talar um dultrú og þjóðernishyggju í verkum Einars Jónssonar. Hjalti Hugason ræðir trúarstef og pólitík í kveðskap Snorra Hjartarsonar og loks mun Gunnlaugur A. Jónsson spjalla um Paradísarmissi í nokkrum helfararkvikmyndum. Eftir kaffihlé verður málstofa um Gunnar Gunnarsson þar sem Jón Karl Helgason ræðir Vikivaka í bókmenntasögulegu samhengi, og Jón Yngvi Jóhannsson talar um samband Gunnars Gunnarssonar við dönsku þjóðina á stríðstímum. Síðust í málstofutali þessu er sú sem helguð er húmanismanum og er í höndum Sigurðar Péturssonar, Ásdísar G. Sigmundsdóttur og Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín.Á laugardegi hefst þinghaldið kl. 12: Sjálfsvitund og sagnavitund Vestur-Íslendinga, persónuvernd í upplýsingasamfélagi Félag íslenskra fræða og önnur mál, karlremba og umræðuhefð, Ísland og Danmörk eru þá til umræðu fyrir kaffi meðal annars. Eftir kaffi verður málstofa á vegum Ritsins um innflytjendur. Rætt verður um kvennabaráttu á krossgötum, bókagerð á Helgafellsklaustri á fjórtándu öld og Tómas postula. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hugvísindaþing hefst síðdegis í dag í Aðalbyggingu Háskólans og stendur í tvo daga. Að því standa, eins og undanfarin ár, Hugvísindastofnun, ReykjavíkurAkademían og guðfræðideild. Þinginu er ætlað að bregða ljósi á ýmis viðfangsefni sem unnið er að á skika hugvísinda í landinu, bæði lítil álitaefni og stór. Er þeim raðað í klasa og verða flutt erindi í litlum hópum í húsnæði háskólans. Þinghaldið hefst kl. 13.00 í dag og verður þingað til kl. 16.30, með kaffihléi kl. 14.30-15.00. Á morgun hefst þinghald kl. 12.00 og stendur til kl. 16.30. Kaffihlé verður kl. 14.00-14.30. Að þingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Eru menn hvattir til að mæta ef þeim þykir eitthvað af umræðuefnunum áhugavert. Dyggir styrktaraðilar Hugvísindaþings eru Edda útgáfa, Veröld, JPV útgáfa, danska sendiráðið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í dag verður þingað í sjö stofum. Kennir þar margra grasa þó reynt sé að stilla saman efnum sem á einhvern hátt ríma. Í fjórum stofum verður þingað fyrir kaffi í dag og þremur á eftir. Úr ólíkum áttum er yfirskrift sem geymir framlag þeirra Jóns Viðars Jónssonar, leikhúsfræðings og gagnrýnanda, en hann spyr: Er leikritið Straumrof víxlspor eða lykilverk á ferli Halldórs Kiljans Laxness? Síðan ræðir Bergljót S. Kristjánsdóttir prófessor spurninguna: „Viltu að ek höggvi þig langsum eður þversum?“ en þar koma við sögu teiknimyndapersónan Stebba stælgæ sem birtist í Tímanum upp úr 1960 . Í sömu mund koma menn saman og ræða forna texta, forsagnarefni í íslenskum heimildum, nauðsyn nýrrar útgáfu á brotunum úr Vita sancti Thorlaci, og þá Gunnar og Njáll, „hvártveggi er blauður“: karlmennska og tilvistarkreppa á miðöldum. Þriðji hópurinn talar um trú og heim: Bjarni Randver Sigurvinsson, Róbert H. Haraldsson og Orri Vésteinsson leggja sitt til málanna. Það er skammt frá trúfræðinni yfir í málfræðina: Slóðir tungunnar eru reifaðar í fjórðu málstofu: Margrét Jónsdóttir spyr Hvers kyns? Katrín Axelsdóttir talar um lýsingarorðið sem fór sínar eigin leiðir, og Jón Axel Harðarson fjallar um skiptingu frumgermönsku í norðvesturgermönsku og austurgermönsku. Fjórða stofan geymir guðfræðinga sem eru að þreifa fyrir sér í listasögu: Pétur Pétursson talar um dultrú og þjóðernishyggju í verkum Einars Jónssonar. Hjalti Hugason ræðir trúarstef og pólitík í kveðskap Snorra Hjartarsonar og loks mun Gunnlaugur A. Jónsson spjalla um Paradísarmissi í nokkrum helfararkvikmyndum. Eftir kaffihlé verður málstofa um Gunnar Gunnarsson þar sem Jón Karl Helgason ræðir Vikivaka í bókmenntasögulegu samhengi, og Jón Yngvi Jóhannsson talar um samband Gunnars Gunnarssonar við dönsku þjóðina á stríðstímum. Síðust í málstofutali þessu er sú sem helguð er húmanismanum og er í höndum Sigurðar Péturssonar, Ásdísar G. Sigmundsdóttur og Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín.Á laugardegi hefst þinghaldið kl. 12: Sjálfsvitund og sagnavitund Vestur-Íslendinga, persónuvernd í upplýsingasamfélagi Félag íslenskra fræða og önnur mál, karlremba og umræðuhefð, Ísland og Danmörk eru þá til umræðu fyrir kaffi meðal annars. Eftir kaffi verður málstofa á vegum Ritsins um innflytjendur. Rætt verður um kvennabaráttu á krossgötum, bókagerð á Helgafellsklaustri á fjórtándu öld og Tómas postula.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira