Viðskipti erlent

Auðvelt að stela upplýsingum á netinu

Samfélög á netinu vöruð við hættu

Fjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið. Og könnun leiddi í ljós að átta milljón Bretar yfirgefa heimili sín án þess að vera með vörn gegn óboðnum gestum á þráðlausum netum.

Meira en helmingur netnotenda yfir 65 ára aldur nota sama aðgangsorð og lykilorð að öllum vefsíðum sem þeir heimsækja. Þeim hópi er ráðlagt að breyta lykilorðum sínum oftar.

Kennitölustuldur

Tony Neate framkvæmdastjóri GetSafeOnline.org vefsíðunnar segir að fæðingardagur og upplýsingar um heimilisfang dugi fyrir hvern sem er til að fá sér kreditkort á nafni annars einstaklings. Hann segir að þrátt fyrir að sumar þeirra upplýsinga sem settar eru á netið séu meinlausar, geti þær skapað mikla möguleika fyrir glæpamenn.

Auðvelt er að lágmarka áhættu og þetta þýði á engan hátt að einstaklingar eigi að hætta að taka þátt í samfélögum á netinu.

Upplýsingar um umsækjendur

Könnunin sem gerð var á vegum ríkisstjórnarinnar tók til tvö þúsund fullorðinna einstaklinga. Hún leiddi í ljós að næstum 30 prósent leituðu að fyrrverandi kærustum á netinu og um þriðjungur fyndi upplýsingar um yfirmenn sína, samstarfsmenn eða aðila sem sækja um störf.

Á sama tíma og 80 prósent netnotenda eru með eldveggi, vírusvarnir og varnir fyrir njósnabúnuðum, er öryggi þráðlausra neta ákaflega ábótavant.

Afar auðvelt er að komast inn á óvarið þráðlaust net og stela upplýsingum.Tölvusérfræðing sem BBC fékk til liðs við sig tókst að stela aðgangsorðum og öðrum persónulegum upplýsingum frá fartölvu sem tengd var við þráðlaust net á innan við 15 mínútum. Tilraunin sýndi einnig að ekki þarf mikla tölvukunnáttu til að misnota þráðlaust net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×