Vopnaframleiðendurnir óttast ekki mótmæli Íslendinga Andri Ólafsson skrifar 30. október 2007 10:23 Á meðal þess sem BAE framleiðir er þessi skriðdreki. „Við erum hér í liðsstyrkingu (team building),“ segir John Suttle, starfsmannastjóri hins umdeilda vopnaframleiðslufyrirtækis BAE sem fundar þessa dagana á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Hann segir þrjátíu af háttsettustu yfirmönnum fyrirtækisins vera hér á landi og að fundað verði fram á föstudag. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims. Það er afar umdeilt og hefur ítrekað verið í fréttum undanfarin misseri í Bretlandi, meðal annars vegna aðildar sinnar að mútumálum í Sádi-Arabíu. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekkert sérlega hrifinn af veru forsvarsmanna BAE hér á landi. „Þetta eru að mínu mati mun hættulegri menn en þeir sem hugðust taka þátt í hinnu miklu klámráðstefnu," segir Stefán sem minnir á að hópur manna úr klámiðnaðinum sem hugðist koma í hópeflisferð hingað til lands hætti við vegna viðbragða almennings. „Ég minnist þess sérstaklega að þegar klámráðstefnumálið kom upp fór þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fram á það við lögreglu að hún rannsakaði hvort þeir aðilar væru viðriðnir lögbrot í heimalöndum sínum. Má maður þá ekki spyrja hvort ekki sé jafnvel enn frekara tilefni til hins sama nú," spyr Stefán. John Suttle frá BAE segist ekki eiga von á mótmælum við dvöl sinna manna hér á landi. „Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því að við erum aðallega í því að framleiða búnað sem ver hermenn gegn árásum. Slagorð okkar er: Við verjum þá sem verja okkur," segir Suttle. Suttle segist hrifinn af fegurð Íslands og vonast til að geta skoðað landið nánar áður en heim verður haldið í lok vikunnar. Hins vegar verði meginþorra vikunnar eytt í fundarherbergjum Nordica Hilton hótelsins. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Við erum hér í liðsstyrkingu (team building),“ segir John Suttle, starfsmannastjóri hins umdeilda vopnaframleiðslufyrirtækis BAE sem fundar þessa dagana á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Hann segir þrjátíu af háttsettustu yfirmönnum fyrirtækisins vera hér á landi og að fundað verði fram á föstudag. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims. Það er afar umdeilt og hefur ítrekað verið í fréttum undanfarin misseri í Bretlandi, meðal annars vegna aðildar sinnar að mútumálum í Sádi-Arabíu. Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekkert sérlega hrifinn af veru forsvarsmanna BAE hér á landi. „Þetta eru að mínu mati mun hættulegri menn en þeir sem hugðust taka þátt í hinnu miklu klámráðstefnu," segir Stefán sem minnir á að hópur manna úr klámiðnaðinum sem hugðist koma í hópeflisferð hingað til lands hætti við vegna viðbragða almennings. „Ég minnist þess sérstaklega að þegar klámráðstefnumálið kom upp fór þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fram á það við lögreglu að hún rannsakaði hvort þeir aðilar væru viðriðnir lögbrot í heimalöndum sínum. Má maður þá ekki spyrja hvort ekki sé jafnvel enn frekara tilefni til hins sama nú," spyr Stefán. John Suttle frá BAE segist ekki eiga von á mótmælum við dvöl sinna manna hér á landi. „Ég vona að fólk geri sér grein fyrir því að við erum aðallega í því að framleiða búnað sem ver hermenn gegn árásum. Slagorð okkar er: Við verjum þá sem verja okkur," segir Suttle. Suttle segist hrifinn af fegurð Íslands og vonast til að geta skoðað landið nánar áður en heim verður haldið í lok vikunnar. Hins vegar verði meginþorra vikunnar eytt í fundarherbergjum Nordica Hilton hótelsins.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira