Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðausturriðillinn 30. október 2007 17:31 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219) Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Charlotte: Jason Richardson. Suðausturriðillinn: Charlotte Bobcats Lærisveinar Michael Jordan eiga ágætan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í ár en spekingar halda því fram að liðið skorti reynslu og hæð. Sean May og Adam Marrison eru þó báðir meiddir og verða væntanlega ekkert með á tímabilinu. Það gæti reynst dýrkeypt. Í vor var Sam Vincent ráðinn sem þjálfari liðsins en hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Dallas. Liðið fékk Jared Dudley í nýliðavalinu og gæti reynst góður liðsstyrkur. Það mun einnig skipta miklu máli að Emeka Okafor haldi sér heilum. Þetta er fjórða tímabilið sem Charlotte Bobcats tekur þátt í. Mikið mun mæða á Gerald Wallace sem var stigahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Jason Richardson kom til liðsins í sumar og gæti styrkt sóknarleikinn. Hann hefur þó líka átt við meiðsli að stríða á undanförnum árum. Liðið er ágæt blanda af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt reyndum mönnum. Það má þó lítið út af bera og ef meiðsli leikmanna verða alvarlegri en nú gæti róðurinn orðið þungur. Lykilmaður Atlanta: Joe Johnson (til hægri). Atlanta Hawks Er loksins komið að því að Atlanta Hawks rísi upp úr öskustónni og eigi þokkalegt tímabil? Það lítur allt út fyrir það. Liðið vann sjö af átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og hefur komið mörgum á óvart með sterkri frammistöðu á vellinum. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina á þessari öld. Síðast gerðist það árið 1999 þegar liðið tapaði 4-0 fyrir New York í annarri umferð. Atlanta fékk tvo sterka leikmenn í nýliðavalinu - þá Al Horford og Acie Law. Sá fyrrnefndi var þriðji í valinu og Law ellefti. Liðið hefur styrkt sig og mun bæta sig á tímabilinu. Margir efast þó um að það sé nógu sterkt til að komast í úrslitakeppnina. En ef það heldur áfram á þessari braut er aldrei að vita hvað framtíðin beri í skauti sér. Lykilmaður Orlando: Dwight Howard Orlando Magic Hafa átt frábært undirbúningstímabil og unnið sex leiki af sjö. Fengu gríðarlegan liðsstyrk er Rashard Lewis kom til liðsins frá Seattle en hann og Dwight Howard verða í aðalhlutverki hjá liðinu í vetur. Stan Van Gundy tók við liðinu í sumar en hann stýrði Miami Heat með góðum árangri árin 2003 til 2005. Grant Hill er farinn til Phoenix Suns og hinn mjög svo geðveiki Darko Milicic fór til Memphis. Liðið hefur þó fengið Pólverjann Marcin Gortat sem var áður samningsbundinn Phoenix Suns. Liðið þykir vera hvað sigurstranglegast í riðlinum. Lewis hefur þó átt í meiðslavandræðum á ökkla en ef hann jafnar sig fljótt og vel gæti verið gott tímabil framundan hjá Orlando. Lykilmaður Miami: Dwyane Wade. Miami Heat Tímabilið í fyrra var skelfilegt hjá Miami Heat. Liðið hafði titil að verja en vann ekki einn leik í úrslitakeppninni í vor. Vendipunkturinn var þegar Dwayne Wade fór úr axlarlið í leik gegn Houston í febrúar. Margir töldu þá að Heat kæmist ekki í úrslitakeppninna en þökk sé Shaquille O'Neal tókst liðinu á endanum að vinna riðilinn. Liðið horfir nú fram á veginn. Penny Hardaway er kominn til liðsins og verður athyglisvert að sjá hvort að hann og Shaq nái jafn vel saman og þeir gerðu á sínum tíma hjá Orlando Magic. Pat Riley þjálfari liðsins losaði sig við Antoine Walker á dögunum og fékk í staðinn þá Mark Blount og Rikcy Davis. En mikið veltur á því hvernig heilsa og form þeirra Shaq og Wade verður. Það verður varla nóg ef Shaq spilar einungis vel í síðustu leikjum tímabilsins. Hardaway er líka mjög meiðslagjarn og hefur ekki spilað í tvö ár vegna ýmissa meiðsla. Lykilmaður Washington: Gilbert Arenas. Washington Wizards Miklar vangaveltur eru nú um framtíð Gilbert Arenas, helstu stjörnu liðsins. Talið er líklegt að hann fari til Los Angeles í skiptum fyrir Kobe Bryant, sem vill losna frá Lakers. Kæmi hann til Washington yrði auðvitað allt vitlaust þar. Þeir Arenas, Caron Butler og Antawn Jamison gætu komið á óvart í vetur og farið langt með liðinu. Liðið hefur undanfarin þrjú ár komist í úrslitakeppnina en síðustu tvö ár tapað fyrir Cleveland í fyrstu umferð. Í vor steinlá liðið, 4-0. Þá var Arenas fjarverandi vegna meiðsla. Ef hann verður heill heilsu í ár, er aldrei að vita hvað liðið nær langt. Arenas er duglegur að lofa sjálfan sig og liðið sitt en verður að láta verkin tala. NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219) Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Charlotte: Jason Richardson. Suðausturriðillinn: Charlotte Bobcats Lærisveinar Michael Jordan eiga ágætan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina í ár en spekingar halda því fram að liðið skorti reynslu og hæð. Sean May og Adam Marrison eru þó báðir meiddir og verða væntanlega ekkert með á tímabilinu. Það gæti reynst dýrkeypt. Í vor var Sam Vincent ráðinn sem þjálfari liðsins en hann hefur áður starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Dallas. Liðið fékk Jared Dudley í nýliðavalinu og gæti reynst góður liðsstyrkur. Það mun einnig skipta miklu máli að Emeka Okafor haldi sér heilum. Þetta er fjórða tímabilið sem Charlotte Bobcats tekur þátt í. Mikið mun mæða á Gerald Wallace sem var stigahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Jason Richardson kom til liðsins í sumar og gæti styrkt sóknarleikinn. Hann hefur þó líka átt við meiðsli að stríða á undanförnum árum. Liðið er ágæt blanda af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt reyndum mönnum. Það má þó lítið út af bera og ef meiðsli leikmanna verða alvarlegri en nú gæti róðurinn orðið þungur. Lykilmaður Atlanta: Joe Johnson (til hægri). Atlanta Hawks Er loksins komið að því að Atlanta Hawks rísi upp úr öskustónni og eigi þokkalegt tímabil? Það lítur allt út fyrir það. Liðið vann sjö af átta leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og hefur komið mörgum á óvart með sterkri frammistöðu á vellinum. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina á þessari öld. Síðast gerðist það árið 1999 þegar liðið tapaði 4-0 fyrir New York í annarri umferð. Atlanta fékk tvo sterka leikmenn í nýliðavalinu - þá Al Horford og Acie Law. Sá fyrrnefndi var þriðji í valinu og Law ellefti. Liðið hefur styrkt sig og mun bæta sig á tímabilinu. Margir efast þó um að það sé nógu sterkt til að komast í úrslitakeppnina. En ef það heldur áfram á þessari braut er aldrei að vita hvað framtíðin beri í skauti sér. Lykilmaður Orlando: Dwight Howard Orlando Magic Hafa átt frábært undirbúningstímabil og unnið sex leiki af sjö. Fengu gríðarlegan liðsstyrk er Rashard Lewis kom til liðsins frá Seattle en hann og Dwight Howard verða í aðalhlutverki hjá liðinu í vetur. Stan Van Gundy tók við liðinu í sumar en hann stýrði Miami Heat með góðum árangri árin 2003 til 2005. Grant Hill er farinn til Phoenix Suns og hinn mjög svo geðveiki Darko Milicic fór til Memphis. Liðið hefur þó fengið Pólverjann Marcin Gortat sem var áður samningsbundinn Phoenix Suns. Liðið þykir vera hvað sigurstranglegast í riðlinum. Lewis hefur þó átt í meiðslavandræðum á ökkla en ef hann jafnar sig fljótt og vel gæti verið gott tímabil framundan hjá Orlando. Lykilmaður Miami: Dwyane Wade. Miami Heat Tímabilið í fyrra var skelfilegt hjá Miami Heat. Liðið hafði titil að verja en vann ekki einn leik í úrslitakeppninni í vor. Vendipunkturinn var þegar Dwayne Wade fór úr axlarlið í leik gegn Houston í febrúar. Margir töldu þá að Heat kæmist ekki í úrslitakeppninna en þökk sé Shaquille O'Neal tókst liðinu á endanum að vinna riðilinn. Liðið horfir nú fram á veginn. Penny Hardaway er kominn til liðsins og verður athyglisvert að sjá hvort að hann og Shaq nái jafn vel saman og þeir gerðu á sínum tíma hjá Orlando Magic. Pat Riley þjálfari liðsins losaði sig við Antoine Walker á dögunum og fékk í staðinn þá Mark Blount og Rikcy Davis. En mikið veltur á því hvernig heilsa og form þeirra Shaq og Wade verður. Það verður varla nóg ef Shaq spilar einungis vel í síðustu leikjum tímabilsins. Hardaway er líka mjög meiðslagjarn og hefur ekki spilað í tvö ár vegna ýmissa meiðsla. Lykilmaður Washington: Gilbert Arenas. Washington Wizards Miklar vangaveltur eru nú um framtíð Gilbert Arenas, helstu stjörnu liðsins. Talið er líklegt að hann fari til Los Angeles í skiptum fyrir Kobe Bryant, sem vill losna frá Lakers. Kæmi hann til Washington yrði auðvitað allt vitlaust þar. Þeir Arenas, Caron Butler og Antawn Jamison gætu komið á óvart í vetur og farið langt með liðinu. Liðið hefur undanfarin þrjú ár komist í úrslitakeppnina en síðustu tvö ár tapað fyrir Cleveland í fyrstu umferð. Í vor steinlá liðið, 4-0. Þá var Arenas fjarverandi vegna meiðsla. Ef hann verður heill heilsu í ár, er aldrei að vita hvað liðið nær langt. Arenas er duglegur að lofa sjálfan sig og liðið sitt en verður að láta verkin tala.
NBA Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum