Kaiser Chiefs: Yours Truly, Angry Mob - tvær stjörnur 15. mars 2007 08:30 Platan er nægilega mikið á miðjunni til þess að tryggja frekari útvarpsspilun. Tónlistin fer inn um annað eyrað og strax út um hitt. Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerðist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á breskum vinsældalistum fyrir nýbreytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er alltaf einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auðvelt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wilson er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að textasmíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi meginstraumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það er lag á nýju Kaiser Chiefs-plötunni sem heitir Everything Is Average Nowadays og ég er svona að reyna að gera það upp við mig hvort þeim finnist það bara hið besta mál eða ekki, því lagið, platan og þessi blessaða hljómsveit er akkúrat það, í meðallagi. Ég veit ekki alveg hvað gerðist með breskt vinsældarokk, en þær sveitir sem gera það best þessa dagana eru byrjaðar að minna mig meira og meira á pöbbasveitir. Það virðist ekki vera neitt rými lengur á breskum vinsældalistum fyrir nýbreytni. Það væri aldrei hægt að segja um Kaiser Chiefs að tónlistin risti djúpt, eða að það sé hægt að taka hana alvarlega. Það er alltaf einhver svona „hey, ég er svo fullur og það er svo ógeðslega gaman“ blær yfir þeim. Sem er eflaust frábært þegar maður er búinn að belgja sig út af bjór og vill gera heiðarlegar tilraunir til þess að sjá hversu mikið maður þarf að hrista búkinn til þess að pissa froðu. Eflaust mjög auðvelt og gaman að hoppa og skoppa við þessa tónlist á pöbb. En þegar maður er eini edrú gæinn í hópnum sér maður betur hversu fáránlegir allir hinir eru. Vitið þið hvað ég á við? Það er akkúrat þannig sem mér líður þegar ég hlusta á Kaiser Chiefs. Sem fylgifiskur Employment er ...Angry Mob fín. Hér er nægilega mikið af sæmilega grípandi lögum til þess að tryggja það að maður sleppur ekki frá því að heyra í, eða af þessari sveit, út árið. Ricky Wilson er enn að reyna að vera skondinn en tekst misvel upp. Hann er vissulega enginn Jarvis Cocker þegar kemur að textasmíð, þó hann langi til þess að vera það. Þetta er tónlist sem kristallar hversu óspennandi meginstraumsrokk er orðið. Kaiser Chiefs er sveit sem er troðið inn í eyrun á okkur og sum okkar eiga eflaust eftir að dilla sér við sum af þessum lögum einhvers staðar í gleðskap. En daginn eftir, þegar gleðskapurinn er búinn, verðum við búin að gleyma því að hafa heyrt þessi lög, alveg eins og við verðum búin að gleyma þessari sveit eftir þrjú ár. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira