Tónlist

Berry aftur með REM

Michael Stipe og Patti Smith syngja við athöfnina í New York. Keith Richards er í bakgrunninum.
Michael Stipe og Patti Smith syngja við athöfnina í New York. Keith Richards er í bakgrunninum.

Bill Berry, fyrrverandi trommari REM, spilaði með sínum gömlu félögum er þeir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins í New York. Berry, sem hætti í hljómsveitinni árið 1997, spilaði með þeim Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck gömul REM-lög.

Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, veitti REM viðurkenninguna. Sagði hann sveitina hafa haft mikil áhrif á tónlistarheiminn og bætti því við að rödd Stipe hafi snert við sér þó að hann hafi ekki skilið orð af því sem hann söng.

Hljómsveitirnar Van Halen, Grandmaster Flash og The Ronettes voru einnig heiðraðar ásamt söngkonunni Patti Smith, sem spilaði á Íslandi árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×