Menning

Hví ekki Afríka?

Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu á morgun. Annars vegar er sýning á verkum Katrínar Elvarsdóttur sem hún kallar „Sporlaust" og hins vegar sýning á ljósmyndum eftir frönsku listakonuna Dominique Darbois og á afrískum skúlptúrum. Sýningin ber yfirskriftina „Hví ekki Afríka?"

Síðarnefnda sýningin er sett upp í tengslum við frönsku menningarkynninguna Pourquoi pas?

Á sunnudaginn verður síðan haldið málþing í Þjóðminjasafninu í tengslum við sýningu Darbois þar sem fjórir fyrirlesarar fjalla um sýninguna og inntak hennar.

Opnanirnar á morgun hefjast kl. 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.