Nick Cave: Grinderman - fjórar stjörnur 22. mars 2007 07:30 Nick Cave og félagar hans úr The Bad Seeds stofnuðu þessa sveit, Grinderman, og sömdu efni á heila plötu í sameiningu. Útkoman er eitursvöl og hispurslausari en þær plötur sem Cave hefur sent frá sér upp á síðkastið. Þó svo að Nick Cave hafi stofnað hljómsveitina Grinderman með þremur liðsmönnum sinnar eigin undirleikssveitar The Bad Seeds hljómar þessi plata nú bara samt eins og viðbót í lagasafn meistarans. Hljóðheimurinn er ekki fjarri því sem hann var að dunda sér við á fyrstu og annarri breiðskífu sinni From Her to Eternity og The Firstborn is Dead. Því ætti ekki að búast við því að Grinderman bjóði upp á nýtt sjónarhorn á Cave. Þetta er mun frekar ánægjulegt afturhvarf, eins og hann sé að horfa aðeins um öxl og sjá hversu miklu hann hefur áorkað. Munurinn er þannig í nálguninni en ekki útkomunni, því í Grinderman semja allir liðsmenn sveitarinnar saman. Eftir mörg ár í þjónustu Caves fá þeir Martyn P. Casey, Warren Ellis og Jim Sclavunos því loksins uppreisn æru og mega spila nákvæmlega það sem þeir vilja. Hlutverk Caves snýst því aðallega um að finna upp á góðum sönglínum og textum. Svo berstrípað hlutverk hefur hann ekki tekið að sér síðan hann var í Birthday Party. Fyrir vikið verður útkoman þónokkuð hispurslausari en þær plötur sem Cave hefur verið að gefa frá sér síðustu árin. Svo spilar hann líka á gítar í nokkrum lögum, en ég held að hann hafi ekki gert það áður á plötum sínum. Nick Cave Stendur undir nafni með Grinderman. Fyrsta fórnarlamb þessarar nýju nálgunar er píanóið. Það heyrist aldrei í píanói á plötunni, ekki nema að þið teljið Rhodes-píanóið með, og lítið sem ekkert pláss er fyrir ballöður. Það er bara í laginu Man in the Moon sem Cave fær örlítið að dæla úr sínu rómantíska hjarta. Warren Ellis spilar heldur yfirleitt ekki á opna fiðluna, heldur keyrir hana í gegnum þvílíka hljóðblöndunarsúpu að það væri auðvelt að trúa því að þetta væri aragrúi af gíturum eða hljóðgervill. Þetta er mjög töffaraleg tónlist út í gegn. Kannski sú svalasta sem Cave og félagar hans hafa tekist á við í þónokkurn tíma. Hún er afar kúrekaleg og það er langt síðan Cave hefur stigið þetta langt inn í eyðimörkina. Cave leyfir sér líka að vera ruddalegur í textasmíðum. Eitt lagið heitir til að mynda No Pussy Blues og ég efast ekki um að þið getið giskað á um hvað textinn fjallar. Hér eru nokkur lög sem gætu orðið klassísk. Lög eins og I Don"t Need You (To Set Me Free) og When My Love Comes Down. Ekki búast við því að Nick Cave sé að enduruppgötva sig með nýju sveitinni sinni Grinderman. Þið getið hins vegar leyft ykkur að búast við hörkuplötu, því ég efast um að þið getið orðið fyrir vonbrigðum. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þó svo að Nick Cave hafi stofnað hljómsveitina Grinderman með þremur liðsmönnum sinnar eigin undirleikssveitar The Bad Seeds hljómar þessi plata nú bara samt eins og viðbót í lagasafn meistarans. Hljóðheimurinn er ekki fjarri því sem hann var að dunda sér við á fyrstu og annarri breiðskífu sinni From Her to Eternity og The Firstborn is Dead. Því ætti ekki að búast við því að Grinderman bjóði upp á nýtt sjónarhorn á Cave. Þetta er mun frekar ánægjulegt afturhvarf, eins og hann sé að horfa aðeins um öxl og sjá hversu miklu hann hefur áorkað. Munurinn er þannig í nálguninni en ekki útkomunni, því í Grinderman semja allir liðsmenn sveitarinnar saman. Eftir mörg ár í þjónustu Caves fá þeir Martyn P. Casey, Warren Ellis og Jim Sclavunos því loksins uppreisn æru og mega spila nákvæmlega það sem þeir vilja. Hlutverk Caves snýst því aðallega um að finna upp á góðum sönglínum og textum. Svo berstrípað hlutverk hefur hann ekki tekið að sér síðan hann var í Birthday Party. Fyrir vikið verður útkoman þónokkuð hispurslausari en þær plötur sem Cave hefur verið að gefa frá sér síðustu árin. Svo spilar hann líka á gítar í nokkrum lögum, en ég held að hann hafi ekki gert það áður á plötum sínum. Nick Cave Stendur undir nafni með Grinderman. Fyrsta fórnarlamb þessarar nýju nálgunar er píanóið. Það heyrist aldrei í píanói á plötunni, ekki nema að þið teljið Rhodes-píanóið með, og lítið sem ekkert pláss er fyrir ballöður. Það er bara í laginu Man in the Moon sem Cave fær örlítið að dæla úr sínu rómantíska hjarta. Warren Ellis spilar heldur yfirleitt ekki á opna fiðluna, heldur keyrir hana í gegnum þvílíka hljóðblöndunarsúpu að það væri auðvelt að trúa því að þetta væri aragrúi af gíturum eða hljóðgervill. Þetta er mjög töffaraleg tónlist út í gegn. Kannski sú svalasta sem Cave og félagar hans hafa tekist á við í þónokkurn tíma. Hún er afar kúrekaleg og það er langt síðan Cave hefur stigið þetta langt inn í eyðimörkina. Cave leyfir sér líka að vera ruddalegur í textasmíðum. Eitt lagið heitir til að mynda No Pussy Blues og ég efast ekki um að þið getið giskað á um hvað textinn fjallar. Hér eru nokkur lög sem gætu orðið klassísk. Lög eins og I Don"t Need You (To Set Me Free) og When My Love Comes Down. Ekki búast við því að Nick Cave sé að enduruppgötva sig með nýju sveitinni sinni Grinderman. Þið getið hins vegar leyft ykkur að búast við hörkuplötu, því ég efast um að þið getið orðið fyrir vonbrigðum. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira