Ný ópera í Skagafirði 23. mars 2007 07:30 Hugsjónakona á hestbaki. Söngkonan Alexandra Chernyshova er listrænn stjórnandi og einn einsöngvara í fyrstu uppfærslu Óperu Skagafjarðar. Ópera Skagafjarðar var stofnuð skömmu fyrir síðustu áramót að undirlagi sópransöngkonunnar Alexöndru Chernyshovu en brátt hillir undir fyrsta verkefni þess félagsskapar. Ópera Skagafjarðar mun í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja óperuna „La Traviata“ í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl en auk þess verða tónleikar með völdum köflum úr óperunni á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og í Reykjanesbæ nú á vordögum. Markmið þessa verkefnis er að styrkja tónlistarlíf í héraðinu en Skagfirðingar eru jú annálaðir fyrir söngmennsku sína og kórastarf. Ef vel tekst til er stefnt að því að gera þetta að árlegum viðburði, það er að setja upp eitt óperuverk á ári, eina til tvær stórar sýningar hverju sinni og aðrar minni eða eftir því hvernig áhugi verður. Auk þrjátíu manna kórs koma sjö einsöngvarar fram ásamt fjórtján hljóðfæraleikurum. Flestir þátttakendanna eru innansveitarmenn en liðsauki berst einnig frá nálægum sýslum. Gefst með framtaki þessu einstakt tækifæri til að tengja saman starf listastofnana þar nyrðra, svo sem tónlistarskóla svæðisins, kóra, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Tónlistarfélags Skagafjarðar, og auðga með því flóru menningar og tónlistar í Skagafirði, sveitarfélaginu og almenningi til yndisauka og hagsbóta. Alexandra Chernyshova er listrænn stjórnandi uppfærslunnar og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson en Jóhanna Marín Óskarsdóttir stýrir á minni tónleikunum. Einsöngvarar auk Alexöndru eru Ari Jóhann Sigurðsson, Þórhallur Bárðarson og Sigurður Skagfjörð. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. Sýningin fer fram sunnudaginn 29. apríl kl. 16 í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ópera Skagafjarðar var stofnuð skömmu fyrir síðustu áramót að undirlagi sópransöngkonunnar Alexöndru Chernyshovu en brátt hillir undir fyrsta verkefni þess félagsskapar. Ópera Skagafjarðar mun í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja óperuna „La Traviata“ í Sæluviku Skagfirðinga í lok apríl en auk þess verða tónleikar með völdum köflum úr óperunni á Egilsstöðum, Akureyri, Blönduósi og í Reykjanesbæ nú á vordögum. Markmið þessa verkefnis er að styrkja tónlistarlíf í héraðinu en Skagfirðingar eru jú annálaðir fyrir söngmennsku sína og kórastarf. Ef vel tekst til er stefnt að því að gera þetta að árlegum viðburði, það er að setja upp eitt óperuverk á ári, eina til tvær stórar sýningar hverju sinni og aðrar minni eða eftir því hvernig áhugi verður. Auk þrjátíu manna kórs koma sjö einsöngvarar fram ásamt fjórtján hljóðfæraleikurum. Flestir þátttakendanna eru innansveitarmenn en liðsauki berst einnig frá nálægum sýslum. Gefst með framtaki þessu einstakt tækifæri til að tengja saman starf listastofnana þar nyrðra, svo sem tónlistarskóla svæðisins, kóra, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Tónlistarfélags Skagafjarðar, og auðga með því flóru menningar og tónlistar í Skagafirði, sveitarfélaginu og almenningi til yndisauka og hagsbóta. Alexandra Chernyshova er listrænn stjórnandi uppfærslunnar og hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson en Jóhanna Marín Óskarsdóttir stýrir á minni tónleikunum. Einsöngvarar auk Alexöndru eru Ari Jóhann Sigurðsson, Þórhallur Bárðarson og Sigurður Skagfjörð. Leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir. Sýningin fer fram sunnudaginn 29. apríl kl. 16 í íþróttahúsinu í Varmahlíð.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira