Hafskipsmál sakleysislegt í samanburði 28. mars 2007 06:30 Gríðarlegt skipulag þarf til að fjalla markvisst um svo umfangsmikið mál fyrir dómi og hafa bæði Sigurður Tómas Magnússon og verjendur ákærðu dreift möppum með þeim gögnum sem þeir ætluðu að ræða hverju sinni að morgni dags. MYND/GVA Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram. Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Brot sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu líta óskaplega sakleysislega út samanborið við þau brot sem stjórnendum Baugs eru gefin að sök, sagði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu, í gær á síðari degi málflutnings hans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hafskipsmálið bar á góma þegar Sigurður Tómas hafnaði þeirri vörn sakborninga að heildarmat á stöðu Baugs hefði ekki farið fram heldur skoðuð einstök atvik úr samhengi. Hann vísaði í Hafskipsmálið og sagði að þar hefðu forsvarsmenn fyrirtækisins borið því sama við, en verið sakfelldir. „Þetta eru mjög sakleysisleg atriði samanborið við ákæruefnin í þessu máli,“ sagði Sigurður Tómas um þau ákæruefni sem sakfellt var fyrir í Hafskipsmálinu. Sigurður Tómas sagði stjórnendur Baugs hafa brugðist þeim skyldum sem þeir höfðu sem stjórnendur fyrirtækis á markaði, bæði gagnvart hluthöfum og verðbréfamarkaðinum í heild. Brotin snúist um háar upphæðir og þeim hafi verið leynt með skipulegum hætti. Allt eigi þetta að leiða til refsihækkunar. Skýringar tveggja ákærðu í málinu, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, hafa tekið margvíslegum breytingum á meðan á rekstri málsins hefur staðið, að mati Sigurðar Tómasar. Hann sagði hins vegar framburð Jóns Geralds Sullenbergers, sem ákærður er í einum ákærulið, hafa haldist óbreyttan frá því hann bar vitni fyrst hjá lögreglu þar til hann gaf skýrslu fyrir dómi. Jón Gerald hefur í raun játað á sig það brot sem hann er ákærður fyrir, sagði Sigurður Tómas. Jón Gerald er ákærður fyrir að hafa aðstoðað Jón Ásgeir og Tryggva við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning. Sigurður Tómas sagði það fullsannað að þótt Jón Gerald hefði einn verið skráður eigandi samtals þriggja skemmtibáta á Flórída hafi þeir Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson faðir hans átt hlut í bátunum í gegnum Fjárfestingafélagið Gaum, fjölskyldufyrirtæki þeirra. Mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Jóns Geralds, sem ákæruvaldið segir fjárdrátt til að fjármagna hlut Gaums í bátnum Thee Viking, hafi augljóslega verið vegna bátsins en ekki styrkur Baugs til Jóns Geralds eins og Jón Ásgeir og Tryggvi hafa haldið fram.
Tengdar fréttir Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Baugsmálið í dag Verjendur fá nú orðið í réttarsalnum eftir tveggja daga ræðu sækjanda. Gestur Jónsson ríður á vaðið, en hann og Jakob R. Möller munu skipta deginum á milli sín, og tala á víxl um mismunandi ákæruliði. 28. mars 2007 06:30