Innlent

Kosningahegðun kvenna skiptir líklega sköpum í kosningunum

„Mér finnst það algjörlega óviðunandi að tvær konur séu formenn í nefndum á vegum Alþingis," segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra um það að konur stýri nefndarstarfi í tveimur af tólf fastanefndum þingsins. Ítarlega er fjallað um stöðu og áhrif kvenna í íslenskum stjórnmálum í annarri kosningagreininni af átta í Fréttablaðinu í dag.

Jafnræði milli kynja er mest á framboðslistum Framsóknarflokksins. Einungis fjórar konur af átján eru í þremur efstu sætunum á listum Sjálfstæðisflokksins en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er eina konan sem leiðir lista í flokknum, í Suðvesturkjördæmi.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík suður en hún er eina konan sem leiðir lista hjá Samfylkingunni.

Jafnræði er minnst hjá Frjálslynda flokknum, sé mið tekið af frambjóðendum í efstu sex sætunum, en þrettán af 36 frambjóðendum flokksins í þeim sætum eru konur.

Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, segir útlit fyrir að breytt viðhorf kvenna frá síðustu kosningum geti ráðið úrslitum í vor. Í síðustu kosningum kusu 48 prósent kvenna Samfylkinguna og Vinstri græn en sé mið tekið af könnunum gæti sú tala orðið næstum tíu prósentustigum hærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×