Sport

Styttist í Klaustur

Kawasaki ökumaðurinn Markus Olsen er einn af þeim sem staðfest hefur komu sína í keppnina.
Kawasaki ökumaðurinn Markus Olsen er einn af þeim sem staðfest hefur komu sína í keppnina. Mynd/Supersport.is

Nú fer að styttast í stærstu endurkeppni ársins "Klaustur Offroad Challange". Nú þegar rúmur einn og hálfur mánuður er til stefnu eru 350 manns skráðir til leiks, en búist er við metskráningu í ár. Öll gistiaðstaða fyrir utan tjaldsvæðin er uppbókuð fyrir keppnishelgina en búist er við hátt í 5000 manns á svæðið. Ekki hefur verið gefið upp hvort brautin verði sú sama og í fyrra en miklar líkur eru á því að hún breytist eitthvað.

Það er VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) sem heldur keppnina í samstarfi við landareiganda. Síðastliðin ár hefur keppnin vakið heimsathygli og margir að bestu ökumönnum heims hafa keppt í henni. Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hverjir mæta í keppnina á þessu ári en vitað er um einn erlendan ökumann sem hefur staðfest þáttöku sína á þessu ári.

Nánari upplýsingar um keppnina eru að finna á heimasíðu VÍK motocross.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×