Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan í methæðum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar hún hækkaði um 0,2 prósent og endaði í 7.669 stigum. Þetta slær út met vísitölunnar í gær þegar hún lokaði í 7.611 stigum.

Þau félög sem hækkuðu mest í dag voru Straumur-Burðarás, en gengi félagsins hækkaði um 2,22 prósent. Mesta lækkunin var hins vegar í bréfum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem lækkaði um 2,82 prósent við lokun markaðarins.

Úrvalsvísitalan hefur hækkaði um 19,63 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans bendir á að á sama tíma í fyrra hafi hækkunin numi aðeins 2,1 prósenti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×