Reynir lítið á þroskann 4. apríl 2007 00:01 Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp. Jóhann Óli er ti ldæmis einn sem tók upp á því að rísa upp á ný rétt fyrir hátíðina með kaupum á Hive. Svo er spurning hvort síðasta kvöldmáltíðin verður haldin hjá Bjarna og lærisveinunum í stjórn Glitnis og spennandi að sjá hvort einhver krossfesting verður haldin hátíðleg þar. Nei, páskar eru ekki bara súkkulaði og málshættir. Þetta er tíminn sem gefst hjá þeim stóru til að hugsa og hittast og semja. Stórgrósserar eru aldrei líklegri til athafna eða hættulegri ef því er að skipta, en á löngum hátíðum og helgum. Þannig hafa jólin iðulega verið notuð í stór viðskipti og ekki kæmi á óvart að páskarnir í ár verði notaðir til að klára núninginn í Glitni. Annars finnst mér hálf furðulegt að menn skuli láta hlutina fara í svona vitleysu. Bankinn er flottur og eftir því sem ég heyri eru allir í hluthafahópnum sammála um það. Hitt eiga menn bara að leysa, en það hafa ekki allir mína stóísku afstöðu og þroska. Það reynir reyndar afskaplega lítið á þessa yfirþyrmandi samskiptahæfni mína og djúpa mannskilning, því segir fátt af einum. Ég hef náttúrulega kosið að troða minn stafkarlsstíg einn og orðið nokkuð ágengt, þótt ég segi sjálfur frá. Ég er samt í eðli mínu samstarfsfús og mikill manna sættir ef því er að skipta og myndi örugglega geta lent Glitniskritunum ef því væri að skipta. En af því að ég er sérsinna og fer ekki flokkum, þá verð ég að játa að ég hafði minna upp úr álverinu, en ég bjóst við. Það hafa sennilega fleiri hugsað eins og ég. Staðan var þannig að flestir töldu að álverið yrði samþykkt. Miðað við það hefði mátt búast við krónunni óbreyttri ef það hefði orðið. Ég veðjaði því á að álverið yrði fellt og ætlaði að taka nokkrar kúlur á veikingu krónunnar í kjölfarið. Það hafa sennilega fleiri hugsað líkt og því varð lítið úr þessari stöðu, hvað sem síðar verður. Maður hefur alltaf lag á að græða á endanum. Þetta kennir manni að taka sjaldnast augljósa kostinn. Helvíti, það eru hinir, segir einhvers staðar og hver vill vera þar? Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira