Hópur síbrotamanna ákærður í 70 liðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. apríl 2007 05:15 Hluti hópsins reyndi að ræna hraðbanka Landsbankaútibúsins við Klettháls í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Sextán ára stúlka ók pallbílnum. Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira