Engin mótmælahljómsveit 14. apríl 2007 12:30 Pétur Már Guðmundsson, Björn Kolbeinsson, Benedikt Reynisson, Markús Bjarnason og Ólafur Steinsson spila á plötunni Ghost of the Bollocks to Come. Fyrsta plata Skáta í fullri lengd, Ghost of the Bollocks to Come, er komin út á vegum útgáfufélagsins Grandmothers Records. Freyr Bjarnason ræddi við gítarleikarann Benedikt Reynisson. Ghost of the Bollocks to Come var að mestu leyti tekin upp á einni helgi í febrúar á síðasta ári í sumarbústað að Kiðjabergi í Grímsnesi af Bjarna Þórissyni. „Þetta er í grunninn rokktónlist. Þetta er samt ekki „straightforward“ rokk heldur aðallega í anda bandarísks nýbylgjurokks og pönks frá 1980,“ segir Benedikt. „Við fílum líka alveg nútímatónskáld eins og Terry Reilly eins og kemur fram í einu laginu.“ Skátar stefna að því að fylgja plötunni eftir erlendis, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tvö ár eru liðin síðan sveitinni bauðst plötusamningur við Moshi Moshi-útgáfuna í Englandi, sem hefur haft á sínum snærum Hot Chip og Bloc Party. Samningurinn þótti ekki nógu góður og vonast Skátar til að uppskera betri samning eftir næstu tónleikaferð. „Okkur leist ekki á það sem þeir buðu. Við erum með lögfræðing í hljómsveitinni og það kom sér vel. Við fengum líka fyrirspurn frá EMI en sinntum henni ekki,“ segir Benedikt af einstakri rósemi. Auk þess að hafa spilað í Englandi hafa Skátar haldið tónleika í Belgíu, þar sem stóriðjustefnu Íslendinga var mótmælt. „Við vildum vekja athygli á þesu málefni og á tónleikana mætti fólk sem hefur verið að mótmæla á Kárahnjúkum. Við erum alltaf til í að taka afstöðu en við erum engin mótmælendahljómsveit. Við erum samt allir með sterkar skoðanir.“ Þrátt fyrir að ný plata sé komin út hefur hálfgert óvissuástand ríkt hjá Skátum að undanförnu. Gítarleikarinn Ólafur Steinsson flutti til Bandaríkjanna og söngvarinn Markús Bjarnason flutti til Færeyja. Einnig missti sveitin æfingahúsnæði sitt og enduðu þau leiðindi í málaferlum þar sem Skátar voru á endanum sýknaðir. Hafa þeir nú byggt nýtt æfingahúsnæði á Kleppsvegi ásamt Jeff Who?, Ske, Jan Mayen, Ælu og Bacon. Titill plötunnar, Ghost of the Bollocks to Come, er vísun í þessi vandamál sem hafa gengið yfir sveitina, auk hins sífellt versnandi ástands í heiminum að þeirra mati. Útgáfupartí vegna nýju plötunnar verður haldið í kvöld á Barnum. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata Skáta í fullri lengd, Ghost of the Bollocks to Come, er komin út á vegum útgáfufélagsins Grandmothers Records. Freyr Bjarnason ræddi við gítarleikarann Benedikt Reynisson. Ghost of the Bollocks to Come var að mestu leyti tekin upp á einni helgi í febrúar á síðasta ári í sumarbústað að Kiðjabergi í Grímsnesi af Bjarna Þórissyni. „Þetta er í grunninn rokktónlist. Þetta er samt ekki „straightforward“ rokk heldur aðallega í anda bandarísks nýbylgjurokks og pönks frá 1980,“ segir Benedikt. „Við fílum líka alveg nútímatónskáld eins og Terry Reilly eins og kemur fram í einu laginu.“ Skátar stefna að því að fylgja plötunni eftir erlendis, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tvö ár eru liðin síðan sveitinni bauðst plötusamningur við Moshi Moshi-útgáfuna í Englandi, sem hefur haft á sínum snærum Hot Chip og Bloc Party. Samningurinn þótti ekki nógu góður og vonast Skátar til að uppskera betri samning eftir næstu tónleikaferð. „Okkur leist ekki á það sem þeir buðu. Við erum með lögfræðing í hljómsveitinni og það kom sér vel. Við fengum líka fyrirspurn frá EMI en sinntum henni ekki,“ segir Benedikt af einstakri rósemi. Auk þess að hafa spilað í Englandi hafa Skátar haldið tónleika í Belgíu, þar sem stóriðjustefnu Íslendinga var mótmælt. „Við vildum vekja athygli á þesu málefni og á tónleikana mætti fólk sem hefur verið að mótmæla á Kárahnjúkum. Við erum alltaf til í að taka afstöðu en við erum engin mótmælendahljómsveit. Við erum samt allir með sterkar skoðanir.“ Þrátt fyrir að ný plata sé komin út hefur hálfgert óvissuástand ríkt hjá Skátum að undanförnu. Gítarleikarinn Ólafur Steinsson flutti til Bandaríkjanna og söngvarinn Markús Bjarnason flutti til Færeyja. Einnig missti sveitin æfingahúsnæði sitt og enduðu þau leiðindi í málaferlum þar sem Skátar voru á endanum sýknaðir. Hafa þeir nú byggt nýtt æfingahúsnæði á Kleppsvegi ásamt Jeff Who?, Ske, Jan Mayen, Ælu og Bacon. Titill plötunnar, Ghost of the Bollocks to Come, er vísun í þessi vandamál sem hafa gengið yfir sveitina, auk hins sífellt versnandi ástands í heiminum að þeirra mati. Útgáfupartí vegna nýju plötunnar verður haldið í kvöld á Barnum.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp