Menning

Hver var Freyja?

Ingunn Ásdísardóttir
Ingunn Ásdísardóttir

Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi heldur fyrirlestrar á vegum Snorrastofu í Reykholti á morgun. Ingunn fjallar þar um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni og kallar erindi sitt „Hver var Freyja?“

Ingunn lauk MA-prófi í norrænum fræðum frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands árið 2005. Hún starfaði lengi sem leikstjóri, bæði hjá atvinnuleikhúsum og áhugaleikhúsum. Hún hefur einnig unnið sem bókmenntafræðingur og þýðandi og hefur meðal annars þýtt mörg fræðirit um trúarbrögð og trúarbragðasögu, auk fjölda skáldsagna og leikrita. Ingunn stundar nú sjálfstæðar rannsóknir í norrænni goðafræði og er þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni um heiðinn sið á Norðurlöndum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram í Bókhlöðusal Snorrastofu kl. 20.30 annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×