Opið bréf til markaðsstjóra Vífilfells 19. apríl 2007 05:00 Herferð Vífilfells fyrir Coke Zero brýtur íslensk landslög, en 18. grein laga um jafnan rétt og stöðu kynjanna segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt“. Það þarf vart að útskýra hvernig herferð sem inniheldur eftirfarandi frasa brýtur þessi lög: Af hverju ekki konur með zero skoðanir? Af hverju ekki konur með zero bílpróf? Af hverju ekki kynlíf með zero forleik? Af hverju ekki 2 kærustur með zero afbrýðisemi? Af hverju ekki kærustur með zero er ég feit í þessu? Herferðin hlutgerir konur út frá fordómafullum staðalímyndum, svo ekki sé minnst á hversu lítillækkandi hún er fyrir karlmenn. Sóley Tómasdóttur hyggst kæra herferðina, en ég deili undrun hennar á því að það hafi ekki verið gert fyrr. Sjálf hef ég lagt fram kæru til Siðanefndar SÍA. Snúum okkur að alþjóðalögum. Algeng skilgreining á hugtakinu hate speech er: Orðræða sem gengur út á að gera lítið úr, ógna eða hóta fordómafullum aðgerðum gegn manneskju eða hóp fólks vegna kynþáttar, kyns, aldurs, uppruna, trúar, kynhneigðar, fötlunar o.s.frv. Herferð Coke Zero fellur undir þessa skilgreiningu þar sem inntak hennar gerir viljandi lítið úr konum. Þegar kæra hefur borist íslenskum dómstólum verður herferðin annaðhvort dæmd brotleg eða ekki. Ef hún verður dæmd sem brot er það klárlega staðfesting á því að hún flokkast undir ofanritaða skilgreiningu á „hate speech“. Verði herferðin ekki dæmd brotleg (sennilega myndu lög um málfrelsi vera sterkust herferðinni til varnar) þá væri hægt að áfrýja til hæstaréttar. Ef sá dómstóll myndi einnig dæma Vífilfelli í vil, þá koma alþjóðalög til sögunnar því málinu mætti þá vísa til Evrópudómsstólsins. Tíunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu segir m.a.: 1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda... 2. Þar sem af réttindum þessum leiða skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum... Ég bendi sérstaklega á orðalagið í grein 10.2 um verndun siðgæðis og réttinda þegna, en til þess hafa hin íslensku jafnréttislög einmitt verið sett. Talsvert mörg mál hafa farið fyrir Evrópudómstólinn útfrá þessari grein og ég tel að í þessu tilfelli myndi málið klárlega verða dæmt sækjanda í vil. Þó að ofangreindur rökstuðningur sýni fram á að herferð Coke Zero sé mannréttindabrot samkvæmt Evrópulögum, þá brýtur hún einnig gegn fjölda annarra alþjóðlegra sáttmála og má þar helst nefna: Sáttmála Sameinuðu þjóðanna (málsgrein 2 í formála, grein 1, 13, 55 og 76), Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (greinar 1,2 og 7), Alþjóðlega sáttmálann um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (grein 2, 20 og 26) og Kvennasáttmálann (greinar 1, 2 og 5). Mig langar einnig að skoða málið frá siðferðilegu sjónarhorni. Þú útskýrir í svari þínu að herferðin byggi á erlendri fyrirmynd og hef ég einmitt kynnt mér þá herferð (sérstaklega hér í Bretlandi þar sem ég bý). Í fyrsta lagi þá fer breska herferðin hvergi jafnlangt yfir strikið og sú íslenska (frasann „af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“ hef ég t.d. hvergi séð annars staðar en á Íslandi). Í öðru lagi þá réttlætir uppruni herferðarinnar ekki innihald hennar. Hvert land hefur ákveðin lög og sem betur fer er Ísland framarlega á merinni hvað varðar jafnréttislög. Herferðin brýtur íslensk lög, algerlega óháð því hvernig hún hefur gengið erlendis (en víða hefur henni verið mótmælt). Í svari þínu við kvörtun minni segir þú: „Herferðin á að vera góðlátlegt grín um hvernig lífið væri ef það væri aðeins einfaldara og er þema herferðarinnar hvernig góðir hlutir gætu verið betri ef þeim fylgdu engar afleiðingar“. Samkvæmt þessu má skilja staðhæfinguna „af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“ sem svo að skoðanir séu þær slæmu „afleiðingar“sem fylgja þeim annars „góða hlut“ konum. Þarf ég virkilega að útskýra nánar fyrir þér Stefán af hverju þessi herferð er ólögleg, siðlaus og markaðsleg sjálfsmorðstilraun? Væri betra að láta hér við sitja og sættast á þá staðreynd að landið okkar er komið lengra en svo á hinni þróunarlegu mannréttindabraut en að slík aðför að einhverjum þjóðfélagshóp líðist? Eða finnst þér kannski að ennþá lengra mætti ganga: „af hverju ekki kynlíf með ZERO samþykki?“ er þessi staðhæfing líka góðlátlegt grín? Af hverju ekki? Ég er viss um að þú ert greindur og vel gerður maður Stefán og ég hvet þig til að gera einn einfaldan hlut. Sestu niður og lestu „góðlátlega grínið“ um konur sem er í þessari herferð og segðu mér á hvaða tímapunkti þú hlærð mest. Höfundur er meistaranemi í mannréttindum við University of London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Herferð Vífilfells fyrir Coke Zero brýtur íslensk landslög, en 18. grein laga um jafnan rétt og stöðu kynjanna segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt“. Það þarf vart að útskýra hvernig herferð sem inniheldur eftirfarandi frasa brýtur þessi lög: Af hverju ekki konur með zero skoðanir? Af hverju ekki konur með zero bílpróf? Af hverju ekki kynlíf með zero forleik? Af hverju ekki 2 kærustur með zero afbrýðisemi? Af hverju ekki kærustur með zero er ég feit í þessu? Herferðin hlutgerir konur út frá fordómafullum staðalímyndum, svo ekki sé minnst á hversu lítillækkandi hún er fyrir karlmenn. Sóley Tómasdóttur hyggst kæra herferðina, en ég deili undrun hennar á því að það hafi ekki verið gert fyrr. Sjálf hef ég lagt fram kæru til Siðanefndar SÍA. Snúum okkur að alþjóðalögum. Algeng skilgreining á hugtakinu hate speech er: Orðræða sem gengur út á að gera lítið úr, ógna eða hóta fordómafullum aðgerðum gegn manneskju eða hóp fólks vegna kynþáttar, kyns, aldurs, uppruna, trúar, kynhneigðar, fötlunar o.s.frv. Herferð Coke Zero fellur undir þessa skilgreiningu þar sem inntak hennar gerir viljandi lítið úr konum. Þegar kæra hefur borist íslenskum dómstólum verður herferðin annaðhvort dæmd brotleg eða ekki. Ef hún verður dæmd sem brot er það klárlega staðfesting á því að hún flokkast undir ofanritaða skilgreiningu á „hate speech“. Verði herferðin ekki dæmd brotleg (sennilega myndu lög um málfrelsi vera sterkust herferðinni til varnar) þá væri hægt að áfrýja til hæstaréttar. Ef sá dómstóll myndi einnig dæma Vífilfelli í vil, þá koma alþjóðalög til sögunnar því málinu mætti þá vísa til Evrópudómsstólsins. Tíunda grein Mannréttindasáttmála Evrópu segir m.a.: 1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda... 2. Þar sem af réttindum þessum leiða skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum... Ég bendi sérstaklega á orðalagið í grein 10.2 um verndun siðgæðis og réttinda þegna, en til þess hafa hin íslensku jafnréttislög einmitt verið sett. Talsvert mörg mál hafa farið fyrir Evrópudómstólinn útfrá þessari grein og ég tel að í þessu tilfelli myndi málið klárlega verða dæmt sækjanda í vil. Þó að ofangreindur rökstuðningur sýni fram á að herferð Coke Zero sé mannréttindabrot samkvæmt Evrópulögum, þá brýtur hún einnig gegn fjölda annarra alþjóðlegra sáttmála og má þar helst nefna: Sáttmála Sameinuðu þjóðanna (málsgrein 2 í formála, grein 1, 13, 55 og 76), Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (greinar 1,2 og 7), Alþjóðlega sáttmálann um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (grein 2, 20 og 26) og Kvennasáttmálann (greinar 1, 2 og 5). Mig langar einnig að skoða málið frá siðferðilegu sjónarhorni. Þú útskýrir í svari þínu að herferðin byggi á erlendri fyrirmynd og hef ég einmitt kynnt mér þá herferð (sérstaklega hér í Bretlandi þar sem ég bý). Í fyrsta lagi þá fer breska herferðin hvergi jafnlangt yfir strikið og sú íslenska (frasann „af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“ hef ég t.d. hvergi séð annars staðar en á Íslandi). Í öðru lagi þá réttlætir uppruni herferðarinnar ekki innihald hennar. Hvert land hefur ákveðin lög og sem betur fer er Ísland framarlega á merinni hvað varðar jafnréttislög. Herferðin brýtur íslensk lög, algerlega óháð því hvernig hún hefur gengið erlendis (en víða hefur henni verið mótmælt). Í svari þínu við kvörtun minni segir þú: „Herferðin á að vera góðlátlegt grín um hvernig lífið væri ef það væri aðeins einfaldara og er þema herferðarinnar hvernig góðir hlutir gætu verið betri ef þeim fylgdu engar afleiðingar“. Samkvæmt þessu má skilja staðhæfinguna „af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“ sem svo að skoðanir séu þær slæmu „afleiðingar“sem fylgja þeim annars „góða hlut“ konum. Þarf ég virkilega að útskýra nánar fyrir þér Stefán af hverju þessi herferð er ólögleg, siðlaus og markaðsleg sjálfsmorðstilraun? Væri betra að láta hér við sitja og sættast á þá staðreynd að landið okkar er komið lengra en svo á hinni þróunarlegu mannréttindabraut en að slík aðför að einhverjum þjóðfélagshóp líðist? Eða finnst þér kannski að ennþá lengra mætti ganga: „af hverju ekki kynlíf með ZERO samþykki?“ er þessi staðhæfing líka góðlátlegt grín? Af hverju ekki? Ég er viss um að þú ert greindur og vel gerður maður Stefán og ég hvet þig til að gera einn einfaldan hlut. Sestu niður og lestu „góðlátlega grínið“ um konur sem er í þessari herferð og segðu mér á hvaða tímapunkti þú hlærð mest. Höfundur er meistaranemi í mannréttindum við University of London.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun