Menning

Rætt um listir í skólakerfinu

Rætt verður um ólíkar áherslur í kennslustarfi og möguleika listnámskennslu í öðru skólastarfi á námstefnu í dag.
Rætt verður um ólíkar áherslur í kennslustarfi og möguleika listnámskennslu í öðru skólastarfi á námstefnu í dag.

Myndlistarskólinn í Reykjavík gengst fyrir námstefnu um möguleika listnámskennslu í almennu skólastarfi í dag og á morgun. Yfirskrift stefnunnar er „KnowHow” en að því verkefni standa listaskólar í fjórum Evrópulöndum.

Verkefnið leitast við að draga fram og kynna þá nálgun í námi og kennslu sem tíðkast á verkstæðum listaskóla og hvernig nýta má þær áherslu og aðferðir í almennu skólastarfi, einkum til hagsbóta fyrir þá nemendur sem ekki njóta sín í námi sem byggir helst á lestri texta.

Sérstakir gestir námstefnunnar verða fræðimennirnir Maureen K. Michael frá Glasgow School of Art og Rita Irwin frá háskólanum í Bresku-Kólumbíu í Kanada en báðar hafa þær verið virkar í alþjóðlegri umræðu um listir og sköpun í menntakerfinu.

Námstefnan fer fram á ensku og er einkum ætluð kennurum og skólastjórnendum en einnig fag- og áhugafólki á sviði menntunar-og menningarmála. Stefnan fer fram í húsakynnum Myndlistarskólans og ReykjavíkurAkademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×