Löng leið að langþráðu marki 25. apríl 2007 08:30 Íslenskir listdansarar fagna sextíu ára afmæli Félags íslenskra listdansara í kvöld. Höfuðtakmark félagins var stofnun Íslenska dansflokksins en hann fór í morgun til Kína í tíu daga sýningarferð og verður því fjarri góðu gamni í kvöld. Myndin var tekin á æfingu ÍD fyrr í vikunni. MYND/Anton Eitt af stofnfélögum Bandalags íslenskra listamanna, Félag íslenskra listdansara, er statt á tímamótum því um þessar mundir eru sextíu ár liðin síðan frumherjar íslenskrar danslistar komu saman og stofnuðu félagið. Fyrsti formaður þess var Ásta Norðmann en hún leiddi um árabil hóp frumkvöðlanna. Var hún eina konan sem kom að stofnun Bandalags íslenskra listamanna en konur hafa alla tíð verið í forystu listdansins á Íslandi. Stofnun FÍLD markar upphaf áralangrar baráttu fyrir uppbyggingu listdansins og viðurkenningu listgreinarinnar hérlendis. Óformlegra upphaf listdansins á Íslandi má þó rekja hundrað ár aftur í tímann eða til konungskomunnar árið 1907 þegar hingað kom í föruneyti konungs danskennari frá danska liðsforingjaskólanum sem síðar var fenginn hingað á vegum Leikfélags Reykjavíkur til að kenna og semja dansa fyrir sýningu félagsins á Álfhól. Það voru Stefanía Guðmundsdóttir og Árni Eiríksson sem beittu sér fyrir þessu framfaraspori í menningarsögu okkar. Þessara tímamóta verður minnst með eftirminnilegum hætti á næstunni. Í bígerð er heimildarmynd um íslenskan listdans og einnig mun félagið standa fyrir hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Félag íslenskra listdansara fékk nýverið úthlutað handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands vegna heimildarmyndar sem félagið hyggst framleiða. Áætlað er að gera heimildarmynd í sex þáttum þar sem varpað er ljósi á íslenskan listdans í sögulegu samhengi. Fer þróunarvinna verkefnisins senn að hefjast. Það er Helena Jónsdóttir danshöfundur og kvikmyndagerðarkona sem mun sjá um gerð myndarinnar. Hún er ein af okkar fremstu listamönnum í gerð dansstuttmynda og hafa verk hennar og samstarfsmanna hlotið fjölda viðurkenninga erlendis, bæði fyrir dansstuttmyndagerð og fyrir að fara nýjar leiðir í nálgun sinni við gerð myndefnis. „Það er því mikill fengur fyrir félagið að fá hana til liðs við gerð myndarinnar,“ segir Irma Gunnarsdóttir sem situr í stjórn FÍLD. „Hér er um mjög krefjandi og þarft verk að ræða og spennandi verður að fylgjast með framvindu verkefnisins en stefnt er að því að ljúka verkinu á næstu þremur árum.“ Félagið hafði ráðið Árna Ibsen leikhúsfræðing til að skrá sögu listdansins á Íslandi en alvarleg veikindi hans hafa tafið það verk. Standa vonir til að Ingibjörg fyrrum dansari, dansahöfundur og skólastjóri Listdansskólans taki að sér að ljúka því verki. Hátíðarsýningin í kvöld er haldin í tengslum við Alþjóðlega dansdaginn sem ber upp á 29. apríl. Árlega er dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim með ýmsum hætti og er hann þetta árið tileinkaður börnum og góðri grunnmenntun í listdansi. Það var frá upphafi einn höfuðtilgangur félagsins og hafa þær mætu konur sem þar hafa verið í stafni helgað líf sitt menntun ungra dansara: í dag stunda hundruð barna og ungmenna dansnám. Dagurinn á að vekja athygli á stöðu listgreinarinnar, samfélagi listdansara og gildi dansins hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Glæsileg og fjölbreytileg dagskrá verður í boði í Þjóðleikhúsinu í kvöld og sýnd verða dansverk af ýmsum toga. Sýningin spannar mikla breidd í íslenskum listdansi og munu listdansnemar frá öllum helstu listdansskólum landsins taka þátt í sýningunni, allt frá fjögurra ára aldri. Auk þeirra munu sjálfstætt starfandi atvinnudansarar sýna vel valin verk í tilefni dagsins en fyrir tilstilli þeirra hefur fjöldi og fjölbreytileiki danssýninga aukist allverulega hér á landi á síðustu árum. Sýningin verður einungis sýnd einu sinni. Íslenski dansflokkurinn Æfir fyrir Kínaferð. Á efnisskránni er verk Helenu Jónsdóttur, Sannar ástarsögur, sem flutt verður af nýstofnuðum Stúdentadansflokknum. Þess má geta að verk Helenu, Open Source, verður sýnt í Kína á næstunni á vegum Íslenska dansflokksins en flokkurinn lagði af stað í morgun í tíu daga sýningarferð til Kína. Flokkurinn er að vanda á faraldsfæti en í gær var tilkynnt að hann myndi koma fram á Íslensku menningarhátíðinni Reykjavik to Rotterdam sem er haldin í annað sinn í Rotterdam í Hollandi í nóvember næstkomandi. Fyrstu sporin á sviði Þjóðleikhússins í kvöld taka litlar ballerínur úr Ballettskóla Eddu Scheving. Þær eru 4-6 ára gamlar. Atriði frá nemendum listdansskólanna fylgja þar á eftir en eftir hlé taka atvinnudansarar við og flytja frumsamin verk eftir íslenska höfunda. Nýstofnað danskompaní, Good Company, sýnir verkið Kökur. Það skipa þær Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir en þær eru nýkomnar heim úr þriggja ára háskólanámi í nútímadansi og hafa alið manninn í Hollandi að undanförnu. Nemendur við dansbraut Listaháskóla Íslands sýna nútímadansverk við tónverkið Heklu eftir Jón Leifs og eru þjóðsögur uppsprettan að verkinu. Lára Stefánsdóttir kynnir nýtt verk sem er kallað Uglyduck. Höfundar að baki danshópnum Uglyduck eru Steinunn Ketilsdóttir og Andreas Constantinou. Þá setur Dansleikhúsið á svið sólóverk eftir Maríu Gísladóttur en dansari í verkinu er Þórdís Schram. Alls munu um níutíu dansarar koma fram í kvöld. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Eitt af stofnfélögum Bandalags íslenskra listamanna, Félag íslenskra listdansara, er statt á tímamótum því um þessar mundir eru sextíu ár liðin síðan frumherjar íslenskrar danslistar komu saman og stofnuðu félagið. Fyrsti formaður þess var Ásta Norðmann en hún leiddi um árabil hóp frumkvöðlanna. Var hún eina konan sem kom að stofnun Bandalags íslenskra listamanna en konur hafa alla tíð verið í forystu listdansins á Íslandi. Stofnun FÍLD markar upphaf áralangrar baráttu fyrir uppbyggingu listdansins og viðurkenningu listgreinarinnar hérlendis. Óformlegra upphaf listdansins á Íslandi má þó rekja hundrað ár aftur í tímann eða til konungskomunnar árið 1907 þegar hingað kom í föruneyti konungs danskennari frá danska liðsforingjaskólanum sem síðar var fenginn hingað á vegum Leikfélags Reykjavíkur til að kenna og semja dansa fyrir sýningu félagsins á Álfhól. Það voru Stefanía Guðmundsdóttir og Árni Eiríksson sem beittu sér fyrir þessu framfaraspori í menningarsögu okkar. Þessara tímamóta verður minnst með eftirminnilegum hætti á næstunni. Í bígerð er heimildarmynd um íslenskan listdans og einnig mun félagið standa fyrir hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Félag íslenskra listdansara fékk nýverið úthlutað handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands vegna heimildarmyndar sem félagið hyggst framleiða. Áætlað er að gera heimildarmynd í sex þáttum þar sem varpað er ljósi á íslenskan listdans í sögulegu samhengi. Fer þróunarvinna verkefnisins senn að hefjast. Það er Helena Jónsdóttir danshöfundur og kvikmyndagerðarkona sem mun sjá um gerð myndarinnar. Hún er ein af okkar fremstu listamönnum í gerð dansstuttmynda og hafa verk hennar og samstarfsmanna hlotið fjölda viðurkenninga erlendis, bæði fyrir dansstuttmyndagerð og fyrir að fara nýjar leiðir í nálgun sinni við gerð myndefnis. „Það er því mikill fengur fyrir félagið að fá hana til liðs við gerð myndarinnar,“ segir Irma Gunnarsdóttir sem situr í stjórn FÍLD. „Hér er um mjög krefjandi og þarft verk að ræða og spennandi verður að fylgjast með framvindu verkefnisins en stefnt er að því að ljúka verkinu á næstu þremur árum.“ Félagið hafði ráðið Árna Ibsen leikhúsfræðing til að skrá sögu listdansins á Íslandi en alvarleg veikindi hans hafa tafið það verk. Standa vonir til að Ingibjörg fyrrum dansari, dansahöfundur og skólastjóri Listdansskólans taki að sér að ljúka því verki. Hátíðarsýningin í kvöld er haldin í tengslum við Alþjóðlega dansdaginn sem ber upp á 29. apríl. Árlega er dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim með ýmsum hætti og er hann þetta árið tileinkaður börnum og góðri grunnmenntun í listdansi. Það var frá upphafi einn höfuðtilgangur félagsins og hafa þær mætu konur sem þar hafa verið í stafni helgað líf sitt menntun ungra dansara: í dag stunda hundruð barna og ungmenna dansnám. Dagurinn á að vekja athygli á stöðu listgreinarinnar, samfélagi listdansara og gildi dansins hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Glæsileg og fjölbreytileg dagskrá verður í boði í Þjóðleikhúsinu í kvöld og sýnd verða dansverk af ýmsum toga. Sýningin spannar mikla breidd í íslenskum listdansi og munu listdansnemar frá öllum helstu listdansskólum landsins taka þátt í sýningunni, allt frá fjögurra ára aldri. Auk þeirra munu sjálfstætt starfandi atvinnudansarar sýna vel valin verk í tilefni dagsins en fyrir tilstilli þeirra hefur fjöldi og fjölbreytileiki danssýninga aukist allverulega hér á landi á síðustu árum. Sýningin verður einungis sýnd einu sinni. Íslenski dansflokkurinn Æfir fyrir Kínaferð. Á efnisskránni er verk Helenu Jónsdóttur, Sannar ástarsögur, sem flutt verður af nýstofnuðum Stúdentadansflokknum. Þess má geta að verk Helenu, Open Source, verður sýnt í Kína á næstunni á vegum Íslenska dansflokksins en flokkurinn lagði af stað í morgun í tíu daga sýningarferð til Kína. Flokkurinn er að vanda á faraldsfæti en í gær var tilkynnt að hann myndi koma fram á Íslensku menningarhátíðinni Reykjavik to Rotterdam sem er haldin í annað sinn í Rotterdam í Hollandi í nóvember næstkomandi. Fyrstu sporin á sviði Þjóðleikhússins í kvöld taka litlar ballerínur úr Ballettskóla Eddu Scheving. Þær eru 4-6 ára gamlar. Atriði frá nemendum listdansskólanna fylgja þar á eftir en eftir hlé taka atvinnudansarar við og flytja frumsamin verk eftir íslenska höfunda. Nýstofnað danskompaní, Good Company, sýnir verkið Kökur. Það skipa þær Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir en þær eru nýkomnar heim úr þriggja ára háskólanámi í nútímadansi og hafa alið manninn í Hollandi að undanförnu. Nemendur við dansbraut Listaháskóla Íslands sýna nútímadansverk við tónverkið Heklu eftir Jón Leifs og eru þjóðsögur uppsprettan að verkinu. Lára Stefánsdóttir kynnir nýtt verk sem er kallað Uglyduck. Höfundar að baki danshópnum Uglyduck eru Steinunn Ketilsdóttir og Andreas Constantinou. Þá setur Dansleikhúsið á svið sólóverk eftir Maríu Gísladóttur en dansari í verkinu er Þórdís Schram. Alls munu um níutíu dansarar koma fram í kvöld.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira