Menning

Iðandi punktaform

Aðalheiður Valgeirsdóttir myndlistarmaður
Aðalheiður Valgeirsdóttir myndlistarmaður

Í dag er opnuð sýning á nýjum málverkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur í gallery Turpentine Ingólfsstræti 5. Sýningin ber yfirskriftina „Vendipunktar“ sem vísar til viðfangsefnis verk­anna og vinnuaðferðar. Aðal­heiður notar punktatækni til að kanna hreyfingu í tíma og rúmi. Iðandi form og fletir svífa um á myndfletinum í leit að nýjum leiðum.

Gallerí Turpentine hefur verið starfandi um nokkurt skeið og vakið athygli áhugamanna um myndlist en síðustu misseri hafa smærri sýningarsalir í Reykjavík látið undan síga og tveir lokað.

Auk sýningarhalds selur Turpentine verk yngri og eldri myndlistarmanna.

Opið þriðjudaga til föstudaga klukkan 12-18, laugardaga 12-17. Einnig er opið eftir samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×