Bobby Breiðholt opnar sýningu 18. maí 2007 06:30 Bobby Breiðholt opnar myndlistarsýningu í Nakta apanum. „Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna. Á sýningunni eru myndverk ýmiss konar sem Bobby hefur verið að vinna að á síðustu misserum. Þar á meðal eru teikningar af ýmsu dóti svo sem hljóðsnældum, klukkum og búsáhöldum, hlutum sem oftar en ekki eru taldir verðlaust skran en Bobby lítur á sem hin mestu djásn. „Ég er haldinn söfnunarþráhyggju á háu stigi. Ég er reyndar ekki ennþá kominn á það stig að slökkviliðið finni mig kraminn undir hrúgu af rusli og gömlum dagblöðum, en áhugi minn á hvers kyns litríku glingri þykir lítt heilbrigður,“ segir Bobby hress. Sýningin verður opnuð á laugardaginn kl. 18 í versluninni Nakta apanum, Bankastræti 14. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna. Á sýningunni eru myndverk ýmiss konar sem Bobby hefur verið að vinna að á síðustu misserum. Þar á meðal eru teikningar af ýmsu dóti svo sem hljóðsnældum, klukkum og búsáhöldum, hlutum sem oftar en ekki eru taldir verðlaust skran en Bobby lítur á sem hin mestu djásn. „Ég er haldinn söfnunarþráhyggju á háu stigi. Ég er reyndar ekki ennþá kominn á það stig að slökkviliðið finni mig kraminn undir hrúgu af rusli og gömlum dagblöðum, en áhugi minn á hvers kyns litríku glingri þykir lítt heilbrigður,“ segir Bobby hress. Sýningin verður opnuð á laugardaginn kl. 18 í versluninni Nakta apanum, Bankastræti 14.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira