Nýjar bækur 18. maí 2007 05:00 Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira