Menning

Hrátóna verk

Elíasar B. halldórssonar
Sýningin geymir verk úr safni Hafnarborgar.
Elíasar B. halldórssonar Sýningin geymir verk úr safni Hafnarborgar.

Nú stendur yfir sýning á tréristum eftir Elías B. Halldórsson í Kaffistofu Hafnarborgar. Tréristurnar eru úr myndröðinni Hrátónar frá 1990 og eru úr safni Hafnarborgar.

Elías fæddist 1930 og nam við Myndlista- og handíðaskólann. Eftir að námi lauk hér heima fór hann utan til frekari náms, fyrst til Stuttgart í Þýskalandi og síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði við Listaháskólann.

Elías vann jöfnum höndum í olíu og grafík auk þess sem hann myndskreytti bækur. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1960. Eftir 1974 helgaði Elías sig myndlistinni eingöngu. Árið 1993 gaf Elías Hafnarborg veglega listaverkagjöf, en þar var um að ræða eintak af öllum grafíkverkum sem hann hafði unnið fram til þess tíma og hefur hann bætt við þá gjöf síðar. Elías sýndi nokkrum sinnum í Hafnarborg en síðast sýndi hann óhlutbundin olíumálverk í Sverrissal og í Apóteki 2002.

Elías B. Halldórsson lést í maí 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×