Ágætisskemmtan getur verið að lesa Lögbirtingarblaðið, sér í lagi þegar kemur að nafngiftum hlutafélaga. Landinn er enda duglegur við að hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd og eitthvað þurfa börnin að heita. Einhver kynni þó að ætla að betur hefði verið heima setið en af stað farið þegar í blaðinu voru auglýst skiptalok á fyrirtækinu Óráði ehf.
Stundum endurspegla nöfn vel starfsemina, eins og félagið Evrópulög hvurs stofnun var tilkynnt í gær. Vinninginn í gær hafði hins vegar nýtt félag á Selfossi að nafninu Erlingus ehf. Ekki var þó að sjá að flugrekstur væri tilgangurinn líkt og hjá Aer Lingusi.