

Smá lán fyrir stóra drauma
Smálánastarfsemi er eitt af stóru umræðuefnunum í þróunarmálum í dag. Árangurinn af lánunum hefur vakið svo mikla athygli að jafnvel alvöru bankar eru farnir að hugleiða að setja á stofn deildir til að sinna þessu. Smálánastarfsemi felst í því að tryggja einstaklingum og litlum fyrirtækjum uppbyggingarfé eða veltufjármuni gegn lágum vöxtum. Oft eru þetta samvinnufélög, eins og það sem Meme Martha gekk í, þar sem félagar ábyrgjast í raun skilvísar greiðslur hinna. Þetta skapar félagslegan þrýsting á að fólk borgi upp, en líka vettvang til að smárekendur eins og Meme Martha geti miðlað reynslu og lært um leið af öðrum. Lánsfé fór að hluta í að setja upp sölustand fyrir kjóla svo þeir sæust frá veginum og þrátt fyrir harða samkeppni frá innfluttum kínverskum fötum vill fólk heldur saumaskapinn hennar.
Saga Meme er ein af fjölmörgum álíka smásögum sem ég hef skemmt mér við að lesa að undanförnu. Hún fæddist 1966, faðir hennar var sjálfsþurftarbóndi. Hún ólst upp með átta alsystkinum og 42 hálfsystkinum enda átti faðir hennar átta konur. Þau bjuggu öll saman í hefðbundum „homestead“, sem er þyrping innan gerðis í afrískum stíl; skepnur og fólk. Það hefur verið kraftur í stelpunni því hún missti ung bæði föður og bræður en fór langleiðina gegnum barnaskóla eigi að síður. Einhvern tímann í lífsbaráttunni miðri lærði hún að sauma og náði slíkri leikni að fatnaður hennar og viðgerðir urðu markaðsvara, nánast óvart. Það sama á við um marga í svipuðum sporum: stúlkuna sem var svo klár að klippa hár og farða konur, fisksalann sem líka selur kökur, bílaviðgerðarmanninn. Þau tóku skrefið frá heimilisiðnaði í alvöru rekstur með smáláni.
Saumaskapurinn hjá Mörthu tók flugið. Samvinnuhreyfingin sem stofnaði til smálánastarfsemi í héraðinu hefur líka undið upp á sig. Það voru Þjóðverjar sem komu með fyrstu fjármögnun, en starfsemin stendur undir sér og hefur gert í rúm fimm ár. Alltaf fjölgar þeim sem nýta sér þetta tækifæri. Lánþegum hefur fjölgað úr rúmlega 200 í rúmlega 8.000 á ári, og heildarveltan vaxið úr 500 þúsund krónum í tæpar 20 milljónir árlega. Búist er við tvöföldun í ár. Ennþá hefur ekkert lán verið afskrifað og nú á að færa út kvíarnar með því að meðalsmá fyrirtæki geta fengið lán sem nema allt að 200 þúsund krónum.
Af öllum lánunum er aðeins rúmt prósent talið „áhættulán“ hverju sinni, sem sannar skilvísi. Þetta eru ekki háar upphæðir og engin „alvöru“ bankastofnun lítur við þeim. Þetta er samt fjármálastarfsemi sem hefur sannað sig. Hún starfar eftir ströngum reglum þótt viðfangsefnið sé smátt í sniðum. Fyrir hvern lánþega er búinn til „efnahagsreikningur“ þar sem óhjákvæmilegt er að skarist fjöskylduhagir og viðskiptahagsmunir því skilin á milli eru ekki glögg. En eins og einstaklingar í rekstri þroskast yfir á viðskiptabrautina taka hagfræðingar eftir að þessar þróunarstofnanir færast æ nær því að vera fjármálastofnanir. Í sumum tilvikum er jafnvel talað um að hægt sé að setja þær á hlutafélagamarkað.
Fjöldi smálánastofnana og -félaga í heiminum hefur margfaldast á liðnum árum, í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Stórblöð eins og The Economist leggja nú til að „velgjörðarmenn“ hætti afskiptum af þessu, bisnessinn hafi sannað sig og nú eigi einkaframtakið að sjá um málin. Fyrir Meme Mörthu er það bara fræðileg umræða. Hún tók nýlega enn eitt lánið til að auka umsvifin, því vissulega hefur gengið á ýmsu. Henni varð á og offjárfesti í húsnæði svo það tók tíma að rétta sig af, en möguleikarnir liggja í því að fjölga vélum, ráða saumafólk og sölumenn og virkilega færa út kvíarnar. Á meðan nýtir hún líka fast sparnaðarform sem samvinnufélagið býður upp á. Fimm hundruð krónur á mánuði eru lagðar til hliðar. Hvers vegna? Hún og maður hennar vita að þegar dóttirin verður 18 ára þarf að eiga fyrir háskólamenntun handa henni. Það þarf ekki nema smá lán til að stórir draumar verði til.
Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Skoðun

Narfi frá JBT Marel til Kviku
Árni Sæberg skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar