Menning

Í nafni málarans Matisse

Myndlist Guðlaugar Drafnar
Myndlist Guðlaugar Drafnar

Myndlistartvíæringa er ekki eingöngu að finna í Feneyjum. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir myndlistarmaður, sem leggur stund á meistaranám við listaháskólann Villa Arson í Frakklandi, tekur nú þátt í tvíæringnum Nouvelle Biennale í Nice í Frakklandi.

Tvíæringnum var komið á laggirnar árið 1967 af listamönnunum Henri Matisse og Pierre Bonnard. Guðlaug Dröfn komst í úrslit í keppni sem kennd er við málarann Matisse en þátttakendur voru rúmlega fimmtíu málarar sem koma frá eða vinna í suðausturhluta Frakklands. Tvíæringurinn stendur til 10. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×