Kaupréttur vegna hagsmuna hluthafa 8. mars 2007 06:45 Vitnaleiðslur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, settist í vitnastúkuna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar vitnaleiðslum í Baugsmálinu var fram haldið. MYNDGVA Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið. Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Forstjóri Glitnis kannaðist við að kveðið hafi verið á um kauprétt æðstu stjórnenda í samningum þegar Baugur var stofnaður, en sagði stjórn hafa átt að ákveða hverjir fengu slík kaupréttarákvæði. Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í gær og var Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, kallaður fyrir dóminn. Hann sagði frá aðkomu bankans að stofnun Baugs, og samningum um hlutafjárkaup. Raunar var það ekki Glitnir sem kom að stofnuninni heldur Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), sem sameinaðist Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir. Bjarni sagði að hann myndi til þess að í samningi við stofnun Baugs hafi verið kveðið á um að fjórum prósentum af bréfum í fyrirtækinu yrði ráðstafað til stjórnenda með kaupréttarákvæðum. Hann sagði það hafa verið hagsmunir hluthafa að tengja laun stjórnenda gengi fyrirtækisins með þessum hætti. Það hafi svo verið stjórnar að ákveða hverjir ættu að njóta kaupréttar. Fram hefur komið við vitnaleiðslur af stjórnarmönnum og endurskoðendum að þeir hafi ekki vitað af kaupréttinum sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson aðstoðarforstjóri og Óskar Magnússon stjórnarformaður nutu frá stofnun félagsins 1998. Bjarni var einnig spurður um kaup norska fyrirtækisins Reitangruppen á 20 prósenta hlut í Baugi, og þær skýringar núverandi og fyrrverandi stjórnenda Baugs að Baugur hafi fengið hlut af söluþóknun sem FBA og Kaupþing áttu að fá fyrir að selja bréfin, þar sem Baugur hafi kynnt Reitangruppen til sögunnar. Bjarni staðfesti að rætt hefði verið að Baugur fengi hlut í þóknun vegna þessa, en hann gat ekki staðfest að af því hefði orðið. Árni Pétur Jónsson, sem var yfirmaður matvörusviðs Baugs frá árinu 2001, sagði dóminum frá samskiptum sínum við Jón Gerald Sullenberger, eiganda fyrirtækisins Nordica í Bandaríkjunum og einn ákærða í málinu. Hann lýsti meðal annars endalokum viðskiptasambandsins milli Nordica og Baugs og sagðist aldrei hafa verið sáttur við viðskiptin. Árni lýsti símtali sem hann sagðist hafa átt við Jón Gerald, þar sem sá síðarnefndi hafi í reiði hótað því að valda Baugi gríðarlegum ímyndarskaða. Hann sagðist í kjölfarið hafa rætt þessa hótun við Jón Ásgeir, sem hafi sagt honum að taka sínar ákvarðanir um viðskipti við Nordica út frá faglegum viðskiptalegum forsendum, það væri ekkert sem Jón Gerald gæti gert til að skaða fyrirtækið.
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira